Ungversku liðin fara ekki vel af stað í Meistaradeild karla í handknattleik. Í gær tapaði One Veszprém fyrir Aalborg Håndbold og í kvöld beið Pick Szeged lægri hlut í viðureign við pólsku meistarana Wisla Plock í Szeged í Ungverjalandi,...
Elvar Ásgeirsson og liðsfélagar í Ribe-Esbjerg blésu til sóknar í dag þegar þeir mættu efsta liði dönsku úrvalsdeildarinnar, Bejrringbro/Silkeborg á heimavelli og unnu, 34:30, í upphafsleik 3. umferðar deildarinnar. Leikið var í Esbjerg og hafði Ribe-Esbjerg fjögurra marka forskot...
Birgir Steinn Jónsson og Arnar Birkir Hálfdánsson eru komnir í átta liða úrslit sænsku bikarkeppninnar í handknattleik með félagsliðum sínum. Birgir Steinn var markahæstur liðsmanna IK Sävehof í Malmö, 35:27, í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum í Malmö...
Evrópumeistarar SC Magdeburg hófu keppnistímabilið í Meistaradeild Evrópu eins og þeir luku því síðasta, þ.e. á sigri. Magdeburg vann PSG á heimavelli í kvöld með sex marka mun, 37:31. Franska meistaraliðið var skrefi á eftir frá upphafi til enda....
Úlfar Páll Monsi Þórðarson skoraði fjögur mörk í fimm skotum þegar lið hans RK Alkaloid gerði jafntefli við HC Ohrid, 24:24, í fyrsta leik liðsins í úrvalsdeildinni í Norður Makedóníu í kvöld.
Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur hjá Kadetten Schafhausen...
Orri Freyr Þorkelsson skoraði sjö mörk og var með fullkomna skotnýtingu þegar Sporting hóf leik í Meistaradeild með sigri við Dinamo Búkarest í höfuðborg Rúmeníu í kvöld, 33:30. Hann var næst markahæstur í þessum góða sigri sem Sporting tryggði...
Axel Stefánsson fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik hefur verið ráðinn annar þjálfara 20 ára landsliðs Noregs (LK06 - Juniorjentene) í kvennaflokki ásamt Ane Mällberg. Framundan er undirbúningur og síðan þátttaka á heimsmeistaramóti 20 ára landsliða á næsta sumri. Axel...
Viggó Kristjánsson er í liði 3. umferðar þýsku 1. deildarinnar í handknattleik en liðið var kynnt í gær. Viggó skoraði níu mörk og gaf sjö stoðsendingar þegar lið hans HC Erlangen tapaði naumlega á heimavelli, 29:28.
Viggó er næst efstur...
Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður og leikmaður Evrópumeistara SC Magdeburg, er markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar í handknattleik þegar þrjár umferðir eru búnar, að einni viðureign undanskilinni, leik THW Kiel og Hannover-Burgdorf.
Ómar Ingi hefur skorað 32 mörk, eða rúmlega...
HC Oppenweiler/Backnang, liðið sem Tjörvi Týr Gíslason leikur með, krækti í sitt fyrsta stig í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gærkvöld með jafntefli á heimavelli við Coburg, 23:23. Tjörvi Týr skoraði ekki mark en var einu sinni vikið...
Sænska meistaraliðið Skara HF komst örugglega í átta liða úrslit sænsku bikarkeppninnar í handknattleik kvenna í gær. Skara vann Lugi örugglega, 38:27, á heimavelli. Samanlagður sigur í tveimur viðureignum, 73:48.
Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði þrjú af mörkum Skara HF á...
Þrír Íslendingar komu við sögu hjá Kolstad í gær þegar liðið vann Fjellhammer, 29:23, á heimavelli í annarri umferð norsku úrvalsdeildarinnar í gær. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði þrjú af mörkum Kolstad og gaf þrjár stoðsendingar.
Sigvaldi Björn Guðjónsson, fyrirliði Kolstad,...
Einar Þorsteinn Ólafsson og liðsfélagar hans í HSV Hamburg höfðu betur gegn Hauki Þrastarsyni og leikmönnum Rhein-Neckar Löwen í Sporthalle Hamburg í dag þegar liðin mættust í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 33:30. Þetta var fyrsta tap Rhein-Neckar Löwen...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni og liðsfélagar í danska úrvalsdeildarliðinu Skanderborg unnu Maritimo á Madeira í dag, 36:31, í síðari leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Skanderborg tekur þar með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og mætir m.a. rúmenska...
Arnar Freyr Arnarsson og liðsfélagar í MT Melsungen unnu í dag sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Melsungen vann baráttusigur á Eisenach, 29:27, þegar leikið var í Werner-Assmann Halle í Eisenach eftir að hafa...