- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Með sigur í farteskinu frá Vestmanna

Arnar Gunnarsson og lærisveinar hans í Neistanum unnu öruggan sigur á VÍF frá Vestmanna, 34:28, færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Leikið var í Vestmanna. Neistin var með sex marka forskot í hálfleik, 18:12. Finnur Hansson var í liði...

Innsiglaði sigur á afmælisdaginn

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson hélt upp á afmæli sitt í dag með því að innsigla sigur Gummersbach á HSV Hamburg í þýsku 2. deildinni í handknattleik, 26:25. Elliði Snær skoraði 26. markið 26 sekúndum fyrir leikslok í Schwalbe Arena...

Fóru með tvö stig frá Þrándheimi

„Mjög góður sigur í dag á erfiðum útvelli. Kemur okkur aðeins frá miðjunni á töflunni,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari norska B-deildarliðsins Volda við handbolta.is í dag eftir að lið hans fór um langan veg og sótti tvö stig...
- Auglýsing -

Aftur á toppinn

Arnór Atlason og félagar í Aalborg Håndbold endurheimtu efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í dag þegar þeir tóku neðsta lið deildarinnar, Ringsted, í karphúsið á heimavelli í Álaborg, lokatölur 39:24, eftir að 12 mörkum hafði munað þegar leikurinn var hálfnaður,...

Tókst ekki að leggja stein í götu Kiel

Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer HC tókst ekki að leggja stein í götu meistaraliðsins THW Kiel á heimavelli í dag þegar liðin mættust í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru meistararnir sterkari þegar...

Sextán marka sigur á útivelli

Aðalsteinn Eyjólfsson stýrði Kadetten Schaffhausen til stórsigurs á TV Endingen í úrvalsdeild karla í handknattleik í Sviss í gærkvöld, 42:26, á útivelli. Kadetten var sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfeik, 21:15. Vörn Kadetten var mikið betri í síðari hálfeik...
- Auglýsing -

Molakaffi: Hildigunnur, Sigvaldi, Aron og Al-Arabi

Hildigunnur Einarsdóttir skoraði tvö mörk þegar lið hennar Leverkusen tapaði fyrir Neckarsukmer, 30:26, á heimavelli síðarnefnda liðsins í gærkvöld en liðin eru í efstu deild þýska handknattleiksins. Liðin mættust í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar á dögunum og þá hafði Leverkusen...

Stjörnuleikur hjá Viggó

Viggó Kristjánsson átti stjörnuleik í kvöld þegar Stuttgart vann Hannover Burgdorf, 31:26, og komst upp í annað sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Viggó skoraði 10 mörk fyrir Stuttgart-liðið og var markahæsti leikmaður vallarins. Tvö marka sinna skoraði hann...

Ýmir og ljónin áfram á toppnum

Rhein-Neckar Löwen heldur sínu striki sem topplið þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Löwen, með Ými Örn Gíslason innanborðs, vann í kvöld Bjarka Má Elísson og félaga í Lemgo, 26:18, á heimavelli, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að...
- Auglýsing -

Sjötti sigur Díönu Daggar og samherja

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau unnu góðan útisigur í kvöld á Waiblingen í þýsku 2. deildinni í handknattleik, 23:18, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 10:8. Díana Dögg skoraði eitt...

Arnar og Sveinbjörn fögnuðu eftir langa bið

EHV Aue vann nauman sigur í hörkuleik í sannkölluðum Íslendingaslag í þýsku 2.deildinni í handknattleik í dag þegar liðið fékk Bietigheim í heimsókn, 28:27. Maximilian Lux skoraði sigurmarkið úr vítakasti þegar 23 sekúndur voru eftir af leiktímanum. Liðinn er ríflega...

Viktor Gísli tryggði sigurinn – mikilvæg stig hjá Sveini

Viktor Gísli Hallgrímsson tryggði GOG bæði stigin í torsóttum sigri liðsins í heimsókn sinni til Skanderborg Håndbold á Jótlandi, 29:28. Hann varði síðasta skot leiksins frá Mads Kalstrup þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir af leiktímanum. GOG er...
- Auglýsing -

Aron Dagur hafði betur í Íslendingaslag

Aron Dagur Pálsson og félagar í Alingsås færðust upp í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í dag með fjögurra marka sigri á IFK Kristianstad, 34:30, á heimavelli. Þetta var aðeins annað tap Kristianstad á leiktíðinni en liðið er áfram efst...

Molakaffi: Sex leikjum frestað, Íslendingar mætast, spilað í Ísrael

Sex leikjum sem fram áttu að fara í þýsku 1. deildinni í handknattleik um helgina hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar. Aðeins fjórar viðureignir verða þar af leiðandi á dagskrá. Eins hefur leikjum í 1. deild kvenna verið frestað af...

Rúnar fór hamförum

Rúnar Kárason fór hamförum á handknattleiksvellinum í kvöld þegar lið hans, Ribe-Esbjerg, kjöldró Elvar Örn Jónsson og félaga hans í Skjern með 13 marka mun á heimavelli, 36:23, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Rúnar skoraði 11 mörk...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -