Füchse Berlin varð í dag þýskur meistari í handknattleik karla í fyrsta skipti. Berlínarliðið vann Rhein-Neckar Löwen í lokaumferðinni, 38:33, í Mannheim. Füchse Berlin var einu stigi fyrir ofan meistara síðasta árs, SC Magdeburg, sem vann Bietigheim, 35:25.Viggó Kristjánsson...
Dagur Gautason og liðsfélagar í Montpellier unnu PAUC, 31:27, á útivelli í síðustu umferð frönsku 1. deildarinnar í handknattleik í gær. Dagur skoraði ekki mark á þeim 30 mínútum sem hann tók beint þátt í leiknum en um var...
Gamla stórliðið GWD Minden tryggði sér sæti í efstu deild á nýjan leik eftir nokkurra ára fjarveru í spennandi lokaumferð þýsku 2. deildarinnar í handknattleik í gær. Minden-liðið fylgir þar með lærisveinum Arnórs Þórs Gunnarssonar í Bergischer HC upp...
Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting fögnuðu sigri á Porto í úrslitaleik portúgölsku bikarkeppninnar í handknattleik síðdegis, 28:27. Aðeins er vika síðan Sporting vann Porto í síðustu umferð úrslitakeppninnar og innsiglaði sér meistaratitilinn annað árið í röð. Sporting...
Arnór Atlason þjálfari TTH Holstebro var kjörinn þjálfari ársins í dönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki. Að valinu stendur danska handknattleikssambandið en þjálfarar í úrvalsdeildunum tóku þátt í kjörinu auk landsliðsþjálfara Danmerkur. Arnór, sem einnig er aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, er að...
Annað árið í röð verða Hannes Jón Jónsson og liðsmenn hans í Alpla Hard að gera sér silfurverðlaun að góðu í úrslitakeppninni í austurríska handknattleik. Alpla Hard tapaði öðru sinni í kvöld fyrir Krems í úrslitarimmunni um meistaratitilinn, 25:23....
Ekki tókst Íslendingaliðinu Gummersbach að stöðva meistaraefni Füchse Berlin í kvöld þegar liðin mættust í næst síðustu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í Max Schmeling-Halle í Berlin. Berlínarbúarnir unnu með 10 marka mun í miklum markaleik, 45:35, og...
Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður SC Magdeburg staðfesti við Vísis í dag að hann þurfi ekki að gangast undir aðgerð vegna höggs sem hann fékk á vinstri öxlina í viðureign Magdeburg og Lemgo síðasta sunnudag. Beðið...
Þýska handknattleiksliðið MT Melsungen staðfesti í morgun að Reynir Þór Stefánsson, leikmaður Fram og mikilvægasti leikmaður úrslitakeppni Olísdeildar 2025, hafi skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Hann flytur til Melsungen í sumar en samningurinn tekur gildi 1. júlí.Michael...
Viktor Gísli Hallgrímsson kveður Wisla Plock sem pólskur meistari. Hann lék sinn síðasta leik fyrir félagið í kvöld þegar Wisla Plock lagði Kielce í vítakeppni í síðari úrslitaleik liðanna um pólska meistaratitilinn, 25:24. Vítakeppnina vann Wisla, 3:2.
Viktor Gísli sem...
Leikmenn Magdeburg halda áfram í vonina um að krækja í þýska meistaratitilinn á endasprettinum. Þeir lögðu Flensburg á heimavelli í kvöld án Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og fleiri leikmanna sem eru á sjúkralista, 35:27, og komust þar með í efsta...
Vonir leikmanna MT Melsungen um þýska meistaratitilinn runnu nánast út í sandinn í kvöld þegar liðið gerði jafntefli við Lemgo, 26:26, á heimavelli í næst síðustu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Melsungen er stigi á eftir Füchse Berlin...
Arnór Atlason og liðsmenn hans í TTH Holstebro lögðu GOG í fyrsta leik liðanna um þriðja sætið í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld, 30:29. Næst mætast liðin í Holstebro á laugardaginn og vinni heimaliðið þá viðureign koma bronsverðlaun í...
Janus Daði Smárason og liðsfélagar í Pick Szeged lögðu One Veszprém, 32:28, í annarri viðureign liðanna um ungverska meistaratitilinn í handknattleik karla í kvöld. Liðin mætast í oddaleik í Veszprém á sunnudaginn um ungverska mesitaratitilinn.One Veszprém vann fyrstu viðureign...
Ekkert hefur ennþá verið staðfest um það hvort meiðsli þau sem Gísli Þorgeir Kristjánsson varð fyrir í viðureign Magdeburg og Lemgo eru alvarleg eða ekki. „Gjarnan vildi ég geta sagt eitthvað um ástandið en ég get það ekki í...