Íslendingaliðið Alpla Hard tapaði fyrsta úrslitaleiknum við Krems um austurríska meistaratitilinn í handknattleik karla í kvöld, 32:30. Leikið var á heimavelli Hard í Bregenz. Næst mætast liðin á heimavelli Krems eftir rétt viku og verður Alpla Hard að vinna...
Füchse Berlin styrkti stöðu sína í kapphlaupinu um þýska meistaratitilinn í handknattleik karla í kvöld með öruggum sigri á MT Melsungen, 37:29, í Max Schmleing-Halle í Berlín. Liðin voru jöfn að stigum fyrir viðureignina. Füchse Berlin endurheimti efsta...
Arnór Atlason og liðsmenn hans í TTH Holstebro leika um bronsverðlaunin í dönsku úrvalsdeildinni. Þeir töpuðu aftur í kvöld fyrir Aalborg Håndbold, 37:31, að þessu sinni á heimavelli í síðari undanúrslitaleik liðanna.
Ekki liggur fyrir hvort TTH Holstebro leikur...
Áfram syrtir í álinn hjá Viggó Kristjánssyni og samherjum í HC Erlangen í baráttu þeirra við að komast hjá falli úr þýsku 1. deildinni. Á sama tíma brosir sumarsólin móti leikmönnum SC Magdeburg sem komnir eru í efsta sæti...
Anton Gylfi Pálsson dæmir í fimmta skipti í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í Lanxess-Arena í Köln 14. júní nk. Um leið verður Jónas Elíasson, félagi Antons, dómari í fjórða sinn á úrslitahelginni. Þeir félagar dæma að þessu sinni fyrri undanúrslitaleikinn,...
Viktor Gísli Hallgrímsson og liðsfélagar í Wisla Plock unnu fyrsta úrslitaleikinn við Industria Kielce um pólska meistaratitilinn í kvöld á heimavelli 30:29. Michał Daszek skoraði sigurmarkið þegar tvær sekúndur voru eftir. Svo mikill vafi lék á að markið væri...
Elmar Erlingsson fór hamförum í kvöld með Nordhorn-Lingen gegn GWD Minden í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Hann skoraði 11 mörk af 31 marki liðsins í naumu tapi, 34:31, á heimavelli. Eftir hnífjafnan leik reyndust leikmenn GWD Minden sterkari...
Landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Volda Handball sem leikur í næst efstu deild norska handknattleiksins. Hún verður einnig fyrirliði liðsins á næsta keppnistímabili sem verður hennar fjórða hjá Volda.
Volda var nærri sæti...
Tryggvi Garðar Jónsson, nýkrýndur Íslands- og bikarmeistari með Fram, hefur samið við austurríska liðið Alpla Hard. Hann fer til félagsins í sumar og finnur þar fyrir tvo Íslendinga, Hannes Jón Jónsson þjálfara og Tuma Stein Rúnarsson leikstjórnanda og gamlan...
Arnór Atlason og liðsmenn hans í TTH Holstebro töpuðu fyrsta leiknum við Aalborg Håndbold, 28:23, í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í gær. Liðin mætast öðru sinni í Holstebro á miðvikudaginn.
GOG vann Skjern, 25:19, í hinni viðureign undanúrslita danska handknattleiksins í...
Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik og leikmaður ungverska meistaraliðsins One Veszprém tilkynnti í kvöld að hann ætli að hætta í handknattleik í lok þessa keppnistímabils, leggja keppnisskóna á hilluna. Félagið ætlar að leysa Aron undan samningi 1....
Þýska handknattleiksliðið vann Evrópudeildina í handknattleik karla annað árið í röð. Flensburg hafði talsverða yfirburði í úrslitaleiknum við franska liðið Montpellier í Barclays Arena í Hamborg í dag. Lokatölur, 32:25. Staðan í hálfleik var 19:13 Flensburg í hag.
Dagur Gautason...
Óðinn Þór átti stórleik þegar hann varð í dag þriðja árið í röð svissneskur meistari í handknattleik með Kadetten Schaffhausen. Óðinn Þór skoraði 11 mörk í þriggja marka sigri Kadetten á BSV Bern, 40:37, í þriðja og síðasta úrslitaleik...
Ómar Ingi Magnússon lék við hvern sinni fingur í dag þegar SC Magdeburg vann neðsta lið þýsku 1. deildarinnar í handknattleik með 14 marka mun, 37:23, á útivelli. Ómar Ingi skoraði 11 mörk, fjögur þeirra úr vítaköstum. Einnig gaf...
Íslenskur doktorsnemi við Oxford-háskóla á Englandi, Sigurbjörn Markússon, varð á dögunum enskur meistari í handknattleik með liði Oxford. Frá þessu segir Vísir í dag og er ítarlega rætt við Sigurbjörn um kynni hans af handboltanum ytra og náminu en...