Tumi Steinn Rúnarsson mætti til leiks með Alpla Hard í efstu deild austurríska handknattleiksins í gær eftir að hafa verið frá keppni um tíma vegna tognunar í kviðvöðva. Hann skoraði sex mörk og átti jafn margar stoðsendingar í sigurleik...
Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði eitt mark og var einu sinni vikið af leikvelli þegar lið hans, Porto vann ABC de Braga, 31:22, í efstu deild portúgalska handknattleiksins í gær. Porto er í efsta sæti deildarinnar þremur stigum á undan...
Andrea Jacobsen og liðsfélagar hennar í Blomberg-Lippe eru komnar í átta liða úrslit Evrópudeildar kvenna þótt ein umferð sé eftir af riðlakeppni 16-liða úrslitum. Blomberg-Lippe vann JDA Bourgogne Dijon Handball, 28:27, í Frakklandi í kvöld og er þar með...
Guðmundur Bragi Ástþórsson og liðsfélagar í Bjerringbro/Silkeborg leika til úrslita í dönsku bikarkeppninni á morgun eftir sigur á Grindsted GIF, 37:23, í undanúrslitaleik í Jyske Bank Boxen í Herning í dag að viðstöddum 8.500 áhorfendum.
Bjerringbro/Silkeborg mætir Aalborg Håndbold...
Stiven Tobar Valencia var frábær í gærkvöldi þegar lið hans Benfica vann Avanca Bioria Bondalti, 39:25, á útivelli í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik. Stiven Tobar skoraði átta mörk í 10 skotum og var næst markahæsti leikmaður Benfica. Þjóðverjinn...
Landsliðsmennirnir Orri Freyr Þorkelsson og Viktor Gísli Hallgrímsson fögnuðu báðir sigrum með liðum sínum, Sporting og Wisla Plock, í 11. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld. Sporting lagði Eurofarm Pelister, 30:24, á heimavelli og fór upp í...
Ungverska meistaraliðið Veszprém með Aron Pálmarsson innan sinna raða heldur áfram sigurgöngu sinni í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Í kvöld vann liðið Dinamo í Búkarest með sjö marka mun, 33:26, eftir að hafa verið 18:13 yfir í hálfleik. Aron...
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma viðureign Dinamo Búkarest og Veszprém í 11. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í karlaflokki í kvöld. Leikurinn fer fram í Búkarest. Um er að ræða fimmta leikinn sem þeir félagar dæma í Meistaradeildinni...
Þýska meistaraliðið SC Magdeburg heldur áfram í vonina um sæti í fyrstu umferð útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla eftir fjögurra marka sigur á pólska liðinu Industria Kielce, 29:25, í Póllandi í kvöld.Lítið má hinsvegar út af bera hjá...
Unglingalandsliðsmarkvörðurinn Ísak Steinsson átti prýðilegan leik í marki Drammen í síðari hálfleik í dag þegar liðið vann Haslum, 34:29, á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Staðan var jöfn í hálfleik, 17:17.Ísak tók til sinna ráða eftir að hann...
Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk og var markahæstur hjá Porto ásamt línumanninum Victor Manuel Iturriza og Mamadou Lamine Diocou Soumaré þegar liðið vann öruggan sigur á serbnesku meisturunum Vojvodina, 29:20, á heimavelli í kvöld þegar keppni hófst í...
Dagur Gautason fór vel af stað í fyrsta leik sínum með Montpellier í Evrópudeildinni í handknattleik í kvöld þegar keppni hófst á nýjan leik og þá í 16-liða úrslitum keppninnar. Dagur og félagar unnu svissneska liðið HC Kriens-Luzern, 31:27,...
Handknattleikmaðurinn Ísak Gústafsson hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið TMS Ringsted til tveggja ára. Samningur hans við félagið tekur gildi í sumar. Ísak, er 21 árs og uppalinn á Selfossi og lék með liði Selfoss upp í meistaraflokk en skipti...
Útlit er fyrir að danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg, sem Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson leika með, tapi stiginu sem það fékk í Grindsted á laugardaginn þegar liðin skildu jöfn. Þar með þyngdist róður liðsins ennþá meira í fallbaráttu úrvalsdeildarinnar....
Handknattleiksþjálfarinn Jörgen Freyr Ólafsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við norska félagið Rival um þjálfun kvennaliðs félagsins. Jörgen Freyr var áður þjálfari um árabil hjá FH flutti til Haugasunds í Noregi sumarið 2023 og hefur gert það...