Hákon Daði Styrmisson og félagar í Eintracht Hagen unnu Ferndorf í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gærkvöld, 32:27. Leikið var á heimavelli Ferndorf. Hagen lyfti sér a.m.k. upp í sjöunda sæti deildarinnar með sigrinum.Hákon Daði skoraði fimm mörk...
Ómar Ingi Magnússon skoraði sigurmark SC Magdeburg þegar liðið vann Eisenach á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld, 33:32. Markið var eitt af tíu sem Ómar Ingi skoraði í leiknum sem var sá annar hjá liðinu...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, landsliðsmaður í handknattleik var valinn besti leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins Skanderborg AGF í kosningu sem félagið stóð fyrir á meðal stuðningsmanna félagsins. Donni kom til félagsins síðasta sumar og hefur sannarlega slegið í gegn og m.a....
Viktor Gísli Hallgrímsson leikur til úrslita um pólska meistaratitilinn með Wisla Plock gegn Kielce áður en hann kveður félagið og gengur til liðs við Barcelona í sumar. Wisla Plock vann Górnika Zabrze, 35:20, í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum...
Guðmunudur Bragi Ástþórsson skoraði fimm mörk, tvö þeirra úr vítaköstum, þegar lið hans Bjerringbro/Silkeborg gerði jafntefli við TTH Holstebro sem Arnór Atlason þjálfar, 29:29, í sjöttu og síðustu umferð riðlakeppni átta liða úrslita dönsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld.Ljóst er að...
Gummersbach sótti tvö góð stig til Mannheim í kvöld þegar liðið lagði Rhein-Neckar Löwen, 34:32, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Mjög öflugur leikkafli í síðari hálfleik lagði grunn að sigri liðsins en það náði um skeið sex marka...
Blomberg-Lippe tapaði fyrsta úrslitaleiknum gegn HB Ludwigsburg um þýska meistaratitilinn í handknattleik kvenna í kvöld, 36:29. Leikið var á heimavelli HB Ludwigsburg en liðið hefur verið það öflugasta í þýskum kvenna handknattleik um árabil. Næst mætast liðin á...
Kolstad vann í kvöld úrslitakeppnina í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik og tryggði sér um leið keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sú upphefð fylgir sigrinum í úrslitakeppninni. Kolstad vann Elverum öðru sinni í úrslitum, 31:28, á heimavelli eftir...
Hannes Jón Jónsson og leikmenn hans í Alpla Hard unnu Aon Fivers í sannkallaðri maraþon viðureign liðanna í undanúrslitum um austurríska meistaratitilinn í handknattleik karla í gær. Staðan var jöfn, 35:35, eftir 60 mínútna leik. Að loknum tveimur framlengingum...
SC Magdeburg heldur áfram í vonina um að vinna þýska meistaratitilinn þriðja árið í röð eftir sigur á Hannover-Burgdorf, 34:28, á heimavelli í gærkvöld. Magdeburg er fimm stigum á eftir efstu liðunum tveimur Füchse Berlin og Melsungen en á...
Ómar Ingi Magnússon landsliðsmaður í handknattleik hefur framlengt samning sinn við þýska meistaraliðið til næstu þriggja ára, fram til ársins 2028. Að þeim tíma liðnum verður Ómar Ingi búinn að vera átta ár hjá Magdeburg en hann kom til...
Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði þrjú mörk og var einu sinni vikið af leikvelli þegar lið hans, FC Porto, vann Avanca, 47:32, í síðari leik liðanna í undanúrslitum portúgölsku bikarkeppninnar í gær. Porto vann samanlagt, 84:53, en leikið er heima...
Þvert á margar spár þá vann Kolstad öruggan sigur á Elverum í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla í dag. Leikið var á heimavelli Elverum. Kolstad-piltar unnu með sex marka mun, 31:25. Þeir geta...
Óðinn Þór Ríkharðsson og samherjar í Kadetten Schaffhausen lentu í kröppum dansi í fyrsta úrslitaleiknum við BSV Bern í úrslitum A-deildarinnar í Sviss í dag. Í hnífjöfnum leik náði Kadetten að merja eins marks sigur, 34:33, eftir nokkurn darraðardans...
Viggó Kristjánsson átti stórleik með HC Erlangen í dag þegar liðið vann Stuttgart, 30:27, á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik og lyftist um leið upp úr fallsæti í deildinni. Landsliðsmaðurinn var markahæstur hjá HC Erlangen með níu...