Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Sveinbjörn hefur samið við ísraelskt félagslið

Handknattleiksmarkvörðurinn Sveinbjörn Pétursson hefur samið til eins árs við ísraelska handboltafélagið Hapoel Ashdod. Akureyri.net segir frá þessu í morgun og vitnar til samfélagsmiðla ísraelska félagsins. Sveinbjörn verður fyrsti íslenski handknattleiksmaðurinn til þess að leika með atvinnumannafélagi í Ísrael.Borgin Ashdod...

Benedikt Gunnar er mættur til Þrándheims

Benedikt Gunnar Óskarsson, nýjasti liðsmaður norsku meistaranna Kolstad, mætti í herbúðir félagsins á föstudaginn, eftir því sem félagið segir frá. Hann fær nokkra daga til þess að ná áttum í Þrándheimi áður en Kolstad-liðið kemur saman á mánudaginn til...

Alfreð fagnaði sigri á Frökkum í Westfalenhalle

Þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, vann Evrópumeistara Frakklands í vináttulandsleik í Dortmund í dag, 35:30. Leikurinn er liður beggja landsliða í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana sem hefjast í París undir mánaðarlok.Þjóðverjar voru yfir, 19:15, að loknum fyrri hálfleik. Frakkar...
- Auglýsing -

Myndskeið: Þorsteinn Leó kynnir sig til leiks hjá FC Porto

Stórskyttan og Mosfellingurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson var kynntur til leiks af FC Porto í gær en hann samdi við félagið á síðasta vetri um að leika með handknattleiksliði félagsins næstu tvö ár.Auk mynda af Þorsteini Leó er birt stutt...

Haukur er sagður á leiðinni til Dinamo Búkarest

Haukur Þrastarson landsliðsmaður í handknattleik er sagður vera búinn að semja við rúmenska meistaraliðið Dinamo Búkarest. Handballbase segir Hauk hafa verið efstan á óskalista spænska þjálfarans David Davis sem tók við þjálfun Dinamo í síðasta mánuði og kaupin frá...

Molakaffi: Hlynur, Sigurður, Svavar, Hoxer, Lindberg, Guðmundur, Arnór, Einar

Hlynur Leifsson verður eftirlitsmaður á leik Færeyinga og Svisslendinga í fyrstu umferð C-riðils Evrópumóts 20 ára landsliða karla í Slóveníu klukkan 10 í dag. Þar með er ekki öll sagan sögð því Hlynur verður einnig eftirlitsmaður á leik Spánar...
- Auglýsing -

ÓL-hópur Alfreðs liggur fyrir

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla tilkynnti í morgun hvaða 14 leikmenn hann ætlar að tefla fram í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem hefjast í París föstudaginn 26. júlí. Auk 14 leikmanna eru þrír varamenn sem hægt verður að kalla...

Alfreð stefnir á undanúrslit á ÓL með ungt lið

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla stefnir órauður á undanúrslit í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna. Til þess verður allt að ganga upp og m.a. er ljóst að þýska liðið þarf a.m.k. að leggja þrjú stórlið á leiðinni í undanúrslit. Þýskaland...

Skellur í síðari leiknum – Reistad meiddist

Eftir stórsigur á franska landsliðinu á fimmtudaginn, 34:22, þá tapaði norska landsliðið, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, með sex marka mun í síðari vináttuleik liðanna í handknattleik kvenna í Frakklandi í gær, 25:19. Aðeins var eins marks munur á liðunum...
- Auglýsing -

Sjö marka sigur hjá Degi og Króötum

Dagur Sigurðsson stýrði króatíska landsliðinu til sigurs í vináttuleik við Afríkumeistara Egyptalands í vináttulandsleik í handknattleik karla í Prelog í Króatíu í dag, 36:29. Bæði landslið eru í óða önn að búa sig undir þátttöku í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í...

Tvær af íslensku bergi brotnar í U18 ára liði Noregs á HM

Tvær stúlkur sem eru af íslensku bergi brotnar verða í 18 ára landsliði Noregs sem tekur þátt í heimsmeistaramóti 18 ára landsliða sem fram fer í Kína frá 14. til 25. ágúst. Annars vegar er það Ella Bríet Gunnarsdótttir...

Markvörður 20 ára landsliðsins semur við Drammen til þriggja ára

Ísak Steinsson, annar markvörður 20 ára landsliðs Íslands í handknattleik, hefur skrifað undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarliðið Drammen. Gert er ráð fyrir að hann verði annar af tveimur markvörðum liðsins í norsku úrvalsdeildinni. Kristian Kjelling þjálfari Drammen...
- Auglýsing -

Þrjú af fjórum liðum úrslitahelgarinnar eru saman í riðli

Þrjú af liðunum fjórum sem léku til undanúrslita í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla, Barcelona, Aalborg og SC Magdeburg drógust saman í riðil Meistaradeildar Evrópu á næsta keppnistímabili þegar dregið var í Vínarborg í gær. Fjórða liðið sem var...

Nærri metfjöldi Íslendinga í Meistaradeildinni á næsta vetri

Útlit er fyrir að fleiri íslenskir handknattleiksmenn verði með félagsliðum í Meistaradeild karla í handknattleik á næsta keppnistímabili en um langt árabil. Sennilega þarf að fara aftur til keppnistímabilsins 2008/2009 þegar Haukar voru með í keppninni til þess að...

Vilji til að semja við Rúnar til lengri tíma

Karsten Günther framkvæmdastjóri þýska handknattleiksliðsins SC DHfK Leipzig segir að vilji sé til þess innan félagsins að gera nýjan samning við Rúnar Sigtryggsson þjálfara liðsins. Menn hafi rætt saman eftir að keppnistímabilinu lauk og taki upp þráðinn að loknu...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -