Ísak Steinsson markvörður varði þrjú skot, 20%, þann tíma sem hann stóð í marki Drammen í gær í jafnteflisleik við Bergen, 30:30, á heimavelli í 11. umferð norsku úrvalsdeildarinnar. Viktor Petersen Norberg skoraði eitt mark fyrir Drammenliðið sem er...
Eftir dapurt gengi síðustu vikur þá reif þýska meistaraliðið, SC Margdeburg, sig upp í kvöld og varð fyrsta liðið til þess að vinna Evrópumeistara Barcelona í Meistaradeildinni og það afar sannfærandi, 28:23, á heimavelli. Magdeburg lék afar vel að...
Janus Daði Smárason sótti sigur með félögum sínum í ungverska liðinu Pick Szeged á gamla heimavelli sínum, Trondheim Spektrum í Þrándheimi, í kvöld. Pick Szeged lagði Kolstad í hörkuleik, 36:33, og situr áfram í öðru sæti B-riðils með 12...
Teitur Örn Einarsson er kominn á fulla ferð eftir meiðslin sem héldu honum frá keppni í tvo mánuði. Hann skoraði tvö mörk í gærkvöld þegar Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann IK Sävehof í Partille í Svíþjóð, 28:25,...
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma viðureign Kolstad og ungverska liðsins Pick Szeged í B-riðli Meistaradeildar Evrópu sem fram fer í Þrándheimi í kvöld. Þeir verða svo sannarlega ekki einu Íslendingarnir á svæðinu. Óhætt er að segja um...
„Það er mikill léttir að samningar séu í höfn,“ sagði Arnór Snær Óskarsson handknattleiksmaður glaður í bragði þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans eftir að opinberaður var samningur Arnórs Snæs við norska meistaraliðið Kolstad til eins og hálfs...
Arnór Snær Óskarsson hefur samið við norska meistaraliðið Kolstad Håndball í Þrándheimi og gengur nú þegar til liðs við félagið. Til stendur að hann leiki sinn fyrsta leiki fyrir Kolstad í Meistaradeildinni á heimavelli á miðvikudaginn gegn Pick Szeged....
Benedikt Gunnar Óskarsson var maður leiksins í gær þegar Kolstad vann Kristiansand, 37:25, á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Benedikt Gunnar hefur ekki fengið mörg tækifæri í síðustu leikjum norsku meistaranna. Hann nýtti tækifærið til fulls...
Ekkert lát er á sigurgöngu Orra Freys Þorkelssonar og félaga í Sporting í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik. Þeir unnu Vitória SC, 35:28, á útivelli í 13. umferð deildarinnar í gær á heimavelli Vitória. Orri Freyr skoraði aðeins eitt...
Ísak Steinsson og liðsfélagar í norska úrvalsdeildarliðinu Drammen eru komnir í 16-liða úrslit Evrópbikarkeppninnar í handknattleik karla. Þeir unnu RK Leotar Trebinje í Bosníu í kvöld, 32:21, í síðari viðureign liðanna í 32-liða úrslitum. Drammen vann einnig fyrri viðureignina...
Stórleikur Dags Gautasonar nægði norska liðinu ØIF Arendal ekki til þess að tryggja sæti í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í dag í annarri viðureigninni við gríska liðið Diomidis Argous í Nea Kios í Grikklandi. Diomidis Argous vann,...
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði átta mörk, fjögur þeirra úr vítaköstum, í 14 marka sigri Kadetten Schaffhausen á RTV 1879 Basel, 41:27, í svissnesku A-deildinni í handknattleik karla í gærkvöld. Leikið var í Schaffhausen.
Óðinn Þór var fullkomna skotnýtingu í leiknum,...
Erfiðleikar þýska meistaraliðsins SC Magdeburg halda áfram. Eftir afleitan leik og tap fyrir RK Zagreb í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld tapaði liðið illa fyrir Hannover-Burgdorf á útivelli í kvöld í þýsku 1. deildinni. Leikmenn Hannover-Burgdorf skoruðu fimm síðustu mörk...
Dagur Gautason og félagar í norska úrvalsdeildarliðinu ØIF Arendal verða að bíta í skjaldarrendur á morgun þegar þeir mæta gríska liðinu Diomidis Argous öðru sinni í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik að loknu fjögurra marka tapi í fyrri...
Ísak Steinsson, markvörður, og liðsfélagar hans í norska úrvalsdeildarliðinu Drammen unnu RK Leotar Trebinje, 33:30, í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik í gær. RK Leotar Trebinje var marki yfir að loknum fyrri hálfleik.
Leikið var í...