- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olísdeildir

- Auglýsing -

Breytingar á hlutverki Arnars Daða

Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur loks skýrt formlega frá breytingum á hlutverki Arnars Daða Arnarssonar hjá Stjörnunni. Á aðfangadag skýrði Handkastið, þar sem Arnar Daði er annar ritstjóra, frá því að honum hafi verið sagt upp störfum sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá...

Ágúst Þór: „Þakka aftur fyrir mig og einnig fram fyrir mig“

Ágúst Þór Jóhannsson, sem var á laugardag útnefndur þjálfari ársins 2025 af Samtökum íþróttafréttamanna, er þekktur fyrir að slá á létta strengi. Á því var engin breyting í þakkarræðunni sem hann hélt eftir útnefninguna. „Jæja, góða kvöldið. Ég átti nú...

Evrópubikarmeistarar Vals er lið ársins 2025

Evrópubikarmeistarar, Íslands- og deildarmeistarar Vals í handknattleik kvenna hlutu yfirburðakosningu í liði ársins 2025 í vali félaga Samtaka íþróttafréttamanna. Niðurstaða valsins var kunngjörð í kvöld samhliða kjöri Íþróttamanns ársins í hófi í Silfurbergi í Hörpu.. Valur, sem vann fyrst íslenskra...
- Auglýsing -

Ágúst Þór kjörinn þjálfari ársins

Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals var í kvöld útnefndur þjálfari ársins 2025 af félögum í Samtökum íþróttafréttamanna. Ágúst Þór stýrði Val til sigurs í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik á síðasta ári. Var það í fyrsta sinn sem íslenskt kvennalið...

Aron Rafn bestur hjá Haukum

Handknattleiksmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er íþróttakarl Knattspyrnufélagsins Hauka fyrir nýliðið ár. Félagið hélt viðurkenningahátíð sína í gær, gamlársdag, á Ásvöllum. Aron Rafn átti frábært keppnistímabil 2024/2025. Hann ætlaði að leggja skóna á hilluna í sumar en endurskoðaði hug sinn og...

Jóhannes Berg er íþróttakarl FH

Handknattleiksmaðurinn Jóhannes Berg Andrason var í dag valinn íþróttamaður FH í hófi sem félagið hélt. Jóhannes Berg var algjör lykilleikmaður í liði FH sem varð deildarmeistari annað árið í röð. Jóhannes var frábær á keppnistímabilinu, bæði í vörn sem...
- Auglýsing -

Árni Þór er tilnefndur íþróttaeldhugi ársins

Einn félagi í handboltafjölskyldunni, Selfyssingurinn Árni Þór Grétarsson, er á meðal þriggja sem tilnefndur er í vali á Íþróttaeldhuga ársins 2025. (ÍSÍ), í samvinnu við Lottó, stendur fyrir kjöri á Íþróttaeldhuga ársins samhliða kjöri á Íþróttamanni ársins þann 3....

HK-ingur í bandaríska landsliðinu sem æfir í Danmörku

Sigurður Jefferson Guarino leikmaður HK er í 20 manna landsliðshópi Bandaríkjanna í handknattleik karla sem kemur saman til æfinga í Sønderborg í Danmörku 5. til 14. janúar. Æfingarnar eru í samvinnu við danska úrvalsdeildarliðið SønderjyskE. Sigurður lék sína fyrstu landsleiki...

Hannes og Hulda Dís best á Selfossi

Hannes Höskuldsson og Hulda Dís Þrastardóttir eru handknattleiksfólk Selfoss fyrir árið 2025. Félagið afhenti þeim viðurkenningu af þessu tilefni á samkomu í félagsheimilinu Tíbrá á dögunum. Hannes er fyrirliði meistaraflokks karla sem tryggði sér upp í Olísdeild karla í vor...
- Auglýsing -

Einar Baldvin íþróttakarl Aftureldingar

Einar Baldvin Baldvinsson handknattleiksmarkvörður var í kvöld valinn íþróttakarl Aftureldingar í hófi félagsins í Hlégarði. Blakkonan Rut Ragnarsdóttir var valin íþróttakona félagsins. Einar Baldvin var á dögunum valinn í æfingahóp landsliðsins í fyrsta sinn en fram undan er undirbúningur fyrir...

Arnar Daði leystur frá störfum

Arnari Daða Arnarssyni var í gær sagt upp starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla hjá Olísdeildarliði Stjörnunnar. Frá þessu er sagt á vef Handkastsins en Arnar Daði er annar ritstjóri fréttamiðilsins. Arnar Daði hefur verið aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar frá sumrinu 2024...

Selfoss hefur fengið liðsauka frá Noregi

Handknattleikslið Selfoss í Olísdeild kvenna hefur krækt í liðsauka fyrir síðari hluta átakanna í deildinni. Í morgun var tilkynnt að Marte Syverud frá Noregi hefði samið við lið félagsins til loka leiktíðarinnar. Systir hennar, Mia Kristin, hefur leikið með...
- Auglýsing -

Sandra hefur gefið flestar stoðsendingar

Sandra Erlingsdóttir í ÍBV er sá leikmaður Olísdeildar kvenna sem gefið hefur flestar stoðsendingar í leikjum fyrstu 11 umferða deildarinnar. Sandra er skráð með 71 sendingu, eða 6,5 sendingar að jafnaði í hverjum leik. Sandra ber höfuð og herðar...

Bjarni Ófeigur er stoðsendingakóngur

KA-maðurinn Bjarni Ófeigur Valdimarsson er ekki aðeins annar tveggja markahæstu leikmanna Olísdeildar karla að loknum 15 umferðum. Hann er einnig sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar leikmanna deildarinnar. Bjarni Ófeigur hefur gefið 98 stoðsendingar sem skilað hafa KA mörkum,...

Sara Dögg er áfram markahæst – nærri 10 mörk að meðaltali

Sara Dögg Hjaltadóttir úr ÍR er markahæst í Olísdeild kvenna eftir 11 umferðir af 21. Hlé hefur verið gert á deildarkeppninni fram í janúar. Sara Dögg hefur leitt markalistann frá upphafi. Hún hefur skorað 108 mörk í 11 leikjum,...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -