Landsliðin

- Auglýsing -

„Okkur hefur bara gengið rosalega vel“

„Okkur hefur bara gengið rosalega vel og liðið leikið afar góðan handbolta,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar þjálfari U19 ára landsliðs karla í handknattleik þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans í kvöld. Íslenska liðið hefur unnið fjóra af fimm...

Áfram á sigurbraut í Gautaborg – næst leikur í undanúrslitum EM

Íslenska landsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, vann öruggan sigur á landsliði Litáen í fimmtu og síðustu umferð riðlakeppni Opna Evrópumótsins í handknattleik í Gautborg í morgun, 21:13.Með sigrinum er íslenska liðið öruggt um sæti...

Yngri landsliðin með stórhappdrætti til að fjármagna stórmót

Tilkynning frá HSÍ og yngri landsliðum Íslands í handknattleik.Yngri landslið Íslands í handknattleik standa fyrir happdrætti til að fjármagna keppnisferðir á stórmótum í sumar. Öll yngri landsliðin tryggðu sér þátttökurétt á stórmót sem er einstakur árangur.U21 árs landslið karla...
- Auglýsing -

Stórsigur á Eistlendingum – annað sæti riðilsins blasir við

Íslenska landsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, á annað sætið A-riðils Opna Evrópumótsins næsta víst eftir stórsigur á Eistlendingum í síðari leik dagsins í dag, 30:17. Liðið hefur unnið þrjá af fjórum leikjum sínum og er...

Lögðu Pólverja í morgun – næsti leikur við Eistland

Íslenska landsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, vann pólska landsliðið í morgun, 26:22, í þriðju umferð Opna Evrópumótsins í Gautaborg. Staðan var jöfn í hálfleik, 12:12.Þar með hefur íslenska liðið unnið tvo leiki af þremur í...

Naumt tap fyrir Spánverjum í hörkuleik í Gautaborg

Piltarnir í U19 ára landsliði karla töpuðu fyrir Spánverjum í síðari leik sínum í dag á Opna Evrópumótinu í handknattleik í Gautaborg, 19:17. Í morgun vann íslenska liðið það egypska, 23:22, í fyrstu umferð mótsins. Spánverjar eru ævinlega með...
- Auglýsing -

Hófu daginn í Gautaborg á naumum sigri á Egyptum

U19 ára landslið karla í handknattleik vann Egypta, 23:22, í fyrsta leik sínum á Opna Evrópumótinu í Gautaborg í morgun. Eins og svo oft áður tefla Egyptar fram stóru og sterku liði og því var von á hörkuleik og...

Elmar átti þátt í næst flestum mörkum á HM

Elmar Erlingsson átt þátt í næst flestum mörkum á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða sem lauk í Póllandi í gær. Hann varði í öðru sæti á lista þeirra sem gáfu flestar stoðsendingar og í fimmta sæti yfir þá sem skoruðu...

HMU21-’25: Dagskrá og úrslit síðustu leikja mótsins

Framundan er endasprettur á heimsmeistaramóti karla í handknattleik, skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Mótið hófst 18. júní í Grikklandi og í Þýskalandi og lýkur með úrslitaleik á sunnudaginn 29. júni í  Katowice í Póllandi. Það sem vekur óneitanlega athygli...
- Auglýsing -

Ætlum að fá eins mikið úr þessu og mögulegt er

Landslið Íslands í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, hefur keppni á Opna Evrópumótinu sem hefst í Gautaborg í Svíþjóð á mánudaginn. Þátttaka í mótinu er annað af tveimur verkefnum 19 ára landsliðsins í sumar. Í byrjun...

Eftir sitja vonbrigði að hafa ekki náð inn í hóp sextán efstu

„Við vorum orðnir svolítið bensínlausir í dag og bara alls ekki nógu góðir. Því fór sem fór,“ sagði Einar Andri Einarsson annar þjálfara U21 árs landsliðsins í handknattleik karla þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans eftir þriggja marka...

Forsetabikarinn til Serbíu – þriggja marka tap í lokaleiknum

Íslenska landsliðið tapaði fyrir Serbum, 38:35, í viðureigninni um 17. sæti og forsetabikarinn á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða karla í Póllandi í dag. Staðan var jöfn, 18:18, að loknum fyrri hálfleik.Íslenska landsliðið hafnaði í 18. sæti af 32 liðum...
- Auglýsing -

Beint: Ísland – Serbía, kl. 14.15

Hér fyrir neðan er hlekkur á streymi frá viðureign Íslands og Serbíu um 17. sæti á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða í Katowice í Póllandi. Sigurliðið hreppir forsetabikarinn.https://www.youtube.com/watch?v=t9pYYgraKjY

Pólverjar voru kveðnir í kútinn – Ísland leikur um forsetabikarinn

Með frábærum varnarleik í síðari hálfleik þá braut íslenska landsliðið það pólska á bak aftur í viðureign liðanna á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða karla í handknattleik í Sosnowiec í Póllandi í dag. Lokatölur 38:32, eftir jafna stöðu í hálfleik,...

Mikilvægt að ná því besta úr þeirri stöðu sem við erum í

„Það er mikilvægt fyrir okkur að gera það besta úr þeirri stöðu sem við erum í, ná tveimur alvöru handboltaleikjum í lokin og ljúka mótinu á eins jákvæðan hátt og kostur er á,“ segir Einar Andri Einarsson annar þjálfara...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -