- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olís karla

- Auglýsing -

Stórsigur FH og Hauka, mikilvæg tvö stig Stjörnunnar – Afturelding sterkari á endasprettinum

Hafnarfjarðarliðin, FH og Haukar, unnu stóra sigra í leikjunum sínum í kvöld í 10. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. FH lagði KA-menn með 11 marka mun, 36:25, í Kaplakrika. Haukar gjörsigruðu leikmenn Gróttu í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi, 42:25, í...

Rúnar kunni vel við sig á fjölum íþróttahallarinnar í Eyjum

Rúnar Kárason kunni vel við sig á gamla heimavellinum á fjölum íþróttamiðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum þegar hann skoraði 10 mörk í 12 skotum fyrir Fram gegn fyrrverandi liði sínu, ÍBV, í upphafsleik 10. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik. Fór svo...

Halldór Jóhann og Sigurður Páll úrskurðaðir í leikbann

Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari karlaliðs HK var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ í gær. Hann hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög ódrengilegrar hegðunar eftir leik Fram og HK í Olís deild karla síðasta fimmtudag, segir...
- Auglýsing -

Virðist ekki það sama gilda allsstaðar – Halldór Stefán kallar eftir samræmi

Halldór Stefán Haraldsson þjálfari karlaliðs KA segir sérstaka atburðarrás hafi farið af stað í viðureign KA og Stjörnunnar í Olísdeild karla á fimmtudaginn þegar hann óskaði eftir leikhléi með því að leggja höndina á ritaraborðið og biðja um leikhlé....

Yfirlýsing frá KA: Rangar ákvarðanir teknar sem mögulega kostuðu sigur

Handknattleiksdeild KA segir í tilkynningu, sem hún sendi frá sér í kvöld, að röð mistaka hafi verið gerð þegar þjálfara KA var meinað að taka leikhlé undir lok leiks KA og Stjörnunnar í Olísdeild karla á fimmtudaginn. Ennfremur að...

Frábær varnarleikur og agaður sóknarleikur

0https://www.youtube.com/watch?v=XK1lxTGXpsw„Frábær varnarleikur í 45 til 50 mínútur auk agaðs sóknarleiks þar sem við biðum eftir réttu færunum. Ég er bara mjög ánægður með agann á okkar konsepti í dag,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH í samtali við handbolta.is eftir...
- Auglýsing -

Öruggur sigur FH-inga að Varmá

FH tyllti sér á topp Olísdeildar karla í handknattleik með afar öruggum sigri á Aftureldingu að Varmá í kvöld, 35:29. Liðin standa að vísu jöfn að stigum en FH er ofar á innbyrðisviðureign. Eftir sex sigurleiki og eitt jafntefli...

Gróttumenn fóru illa að ráði sínu – Valur færðist upp í annað sæti

Gróttumenn fóru illa að ráði sínu á heimavelli í kvöld þegar þeir misstu vænlega stöðu niður í tapaða gegn Val í viðureign liðanna í Olísdeild karla í handknattleik. Færeyingurinn Bjarni í Selvindi skoraði sigurmark Vals þegar þrjár sekúndur voru...

Mistök þjálfara KA á síðustu sekúndum reyndust dýr

Mistök þjálfara KA, Halldórs Stefáns Haraldssonar, þegar hann óskaði eftir leikhléi 32 sekúndum fyrir leikslok viðureignar KA og Stjörnunnar í Olísdeild karla, varð til þess að KA hélt ekki sókn áfram eftir leikhléið og missti auk þess leikmann af...
- Auglýsing -

Útisigur ÍBV – umdeilt sigurmark – spenna nyrðra – loks unnu Haukar

ÍBV vann sinn fyrsta leik á útivelli á keppnistímabilinu í Olísdeild karla í kvöld þegar liðið lagði ÍR með 10 marka mun í Skógarseli, 41:31. Daniel Esteves Vieira átti stórleik hjá ÍBV með 9 mörk í 10 skotum. Með...

Andri verður ekki með annað kvöld gegn Gróttu

Andri Finnsson leikmaður Vals tekur út leikbann annað kvöld þegar Valur sækir Gróttu heim í 9. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Fyrr í vikunni var Andri úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ.Andra var sýnt rautt spjald...

Baldur Fritz og Jón Ómar jafnir í efsta sæti

Tveir leikmenn eru markahæstir í Olísdeild karla í handknattleik að loknum átta umferðum. ÍR-ingurinn ungi, Baldur Fritz Bjarnason, og Jón Ómar Gíslason úr Gróttu hafa skorað 68 mörk hvor, eða liðlega átta mörk að jafnaði í leik fram til...
- Auglýsing -

ÍBV fór upp að hlið Gróttu og Fram

ÍBV færðist í dag upp að hlið Gróttu og Fram með níu stig í fjórða til stjötta sæti Olísdeildar karla í handknattleik með öruggum sigri á KA, 36:31, í síðasta leik áttundu umferðar í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. KA-menn sitja...

Dagskráin: Landsleikur, Olís og Grill, Evrópuleikur

Landslið Íslands og Póllands mætast öðru sinni í vináttulandsleik í Sethöllinni á Selfossi í dag klukkan 16. Íslenska liðið vann viðureignina í gærkvöld í Lambhagahöllinni með sex marka mun, 30:24.Landsleikurinn verður sendur út á Handboltapassanum eins og aðrir leikir...

Valsarar stálheppnir að fara með annað stigið úr Úlfarsárdal – myndir

Valsmenn kræktu í jafntefli gegn Fram, 31:31, í æsispennandi og stórskemmtilegum leik í Olísdeild karla í handknattleik í Lambhagahöllinni í kvöld. Framarar skoruðu ekki mark síðustu sex mínútur leiksins og misstu niður fjögurra marka forskot í jafntefli. Valsmenn geta...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -