„Fyrst og fremst var um frábæran karakter að ræða hjá stelpunum að vinna leikinn. Ég fór fram á það við leikmennina fyrir leikinn að við sýndum okkar rétta andlit, baráttu, vilja og hjarta. Þegar það tekst er hægt að...
„Þetta var leikur sem var mikilvægt fyrir okkur að vinna en því miður þá gerðist það ekki,“ sagði Sigurgeir Jónsson, Sissi, þjálfari Stjörnunnar vonsvikinn í samtali við handbolti.is eftir eins marks tap Stjörnunnar fyrir Aftureldingu í annarri umferð Olísdeildar...
Þá er handboltinn farinn að rúlla aftur af stað og tímabært að setja Kvennakastið í gang, hlaðvarpsþátt um handknattleik kvenna.Stjórnendurnar þarf vart að kynna, en í vetur munu Sigurlaug Rúna Rúnarsdóttir, fyrrverandi leikmaður og þjálfari meistaraflokks kvenna í Val...
Afturelding sýndi mikinn baráttuvilja gegn Stjörnunni að Varmá í dag í síðasta leik annarrar umferðar Olísdeildar kvenna og uppskar bæði stigin úr viðureigninni, 29:28, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 14:13. Stjarnan virtist vera að ná tökum...
ÍBV og Haukar mættust í 2. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í dag. ÍBV vann leikinn örugglega 29-21.
ÍBV var með þriggja marka forskot í hálfleik, 14-11, í frekar jöfnum leik, þar sem ÍBV...
Framarar fögnuðu sínum fyrsta sigri í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag. Framarar lögðu nýliða ÍR, 28:21, í Úlfarsárdal eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12. Lena Margrét Valdimarsdóttir hélt upp á sinn fyrsta heimaleik með...
Önnur umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik hófst í gærkvöld þegar KA/Þór sótti Íslandsmeistara Vals heim í Origohöllina. Í dag verða háðir þrír síðustu leikir umferðarinnar í Vestmannaeyjum, Úlfarsárdal og í Mosfellsbæ.
ÍBV og Haukar mætast í Vestmannaeyjum. Bæði lið unnu...
Valur tók KA/Þór í kennslustund í handknattleik í Olísdeild kvenna í Origohöllinni í kvöld. Nítján mörk skildu liðin að þegar flautað var til leiksloka, 36:17, eftir að sjö mörkum skakkaði þegar fyrri hálfleikur var að baki, 18:11.
Það var...
Tveir síðustu leikir annarrar umferðar Olísdeildar karla fara fram í kvöld á Seltjarnarnesi og í Safamýri. Einnig hefst önnur umferð Olísdeildar kvenna með heimsókn leikmanna KA/Þórs í Origohöll Valsara.
Nýliðar HK sækja Gróttumenn heim í Hertzhöllina klukkan 19.30. HK vann...
Hallgrímur Jónasson hefur verið ráðinn markmannsþjálfari meistaraflokka karla og kvenna hjá handknattleiksdeild Fram. Einnig á Hallgrímur að hafa með höndum markmannsþjálfun yngri flokka. Hallgrímur er einn reyndasti markmannsþjálfari landsins og hefur auk þess sinnt þjálfun yngri flokka um árabil.
Hallgrímur ...