Olísdeildir

- Auglýsing -

Dagskráin: Fjórði leikur Aftureldingar og Vals

Afturelding og Valur mætast í fjórða sinn í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik að Varmá í kvöld. Flautað verður til leiks að Varmá klukkan 19.30.Ef Afturelding vinnur leikinn í kvöld kemur til oddaleiks á föstudaginn á heimavelli Vals. Verður...

Roland gengur til liðs við Fram – verður einnig áfram með landsliðinu

Roland Eradze hefur verið ráðinn markvarðaþjálfari Fram mun á næsta keppnistímabili vera hluti af þjálfarateymi félagsins. Roland, sem hefur störf síðar í sumar, mun sinna aðstoðarþjálfun og markmannsþjálfun hjá meistaraflokki karla og kvenna, markmannsþjálfun yngri flokka, afreksþjálfun og öðrum...

Vorum nokkrum sinnum búnir að klúðra leiknum

„Ég er bara hrikalega stoltur af liðinu og öllum stuðningsmönnunum sem mættu. Við vorum nokkrum sinnum búnir að klúðra leiknum en tókst alltaf einhvernveginn að koma til baka,“ sagði Reynir Þór Stefánsson markahæsti leikmaður Fram í tvíframlengdum leik við...
- Auglýsing -

Á ekki ekki nógu sterk orð til þess að hrósa liðinu mínu

„Ég er ofboðslega stoltur af liðinu mínu. Það lagði allt í leikinn en niðurstaðan er sannarlega svekkjandi og súr,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH í samtali við handbolta.is í Lambhagahöllinni í kvöld eftir að FH tapaði með minnsta mun...

Erum að uppskera eins og við höfum sáð til

„Ég er stoltur af okkur. Við erum að uppskera eins og við höfum sáð til,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld með því að vinna Íslandsmeistara síðasta árs,...

Arnór Máni var hetja Fram – varði vítakast í lok annarrar framlengingar

Arnór Máni Daðason var hetja Fram þegar hann varði vítakast Símons Michaels Guðjónsson eftir að leiktími síðari framlengingar var á enda í fjórða og síðasta undanúrslitaleik Fram og FH í Lambhagahöllinni í kvöld. Arnór Máni sá til þess að...
- Auglýsing -

Dagskráin: Lýkur rimmunum í kvöld eða kemur til oddaleikja?

Áfram verður leikið í undanúrslitum Olísdeildar karla og í umspili sömu deildar í kvöld. Til tíðinda getur dregið því Fram og Selfoss eru einum vinningi frá því að vinna rimmur sínar.Leikmenn Gróttu mæta með bakið upp við vegg í...

Daníel Þór og Sandra hafa samið við ÍBV

Handknattleiksparið Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason hafa skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV handbolta á samfélagsmiðlum í dag.Sandra og Daníel leika bæði í Þýskalandi um þessar mundir og hafa...

Var draumaleikur hjá okkur

„Við mættum bara klárar til leiks og byrjuðum af krafti strax. Liðsheildin var frábær,“ sagði Inga Dís Jóhannsdóttir leikmaður Hauka sem eðlilega var í sjöunda himni eftir stórsigur á Fram í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í Úlfarsárdal síðdegis, 30:18.„Það munar...
- Auglýsing -

Okkar að finna lausnirnar fyrir næsta leik

„Við mættum ekki nógu vel stemmdar og vorum í erfiðleikum,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari Fram eftir 12 marka tap fyrir Haukum í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í Olísdeild kvenna í handknattleik í Lambhagahöllinni síðdegis, 30:18.„Berglind var ekki með...

Einstefna í Úlfarsárdal

Framarar biðu afhroð í fyrstu viðureign sinni við bikarmeistara Hauka í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í Lambhagahöllinni síðdegis. Segja má að lengst af hafi ekki staðið steinn yfir steini hjá Framliðinu sem var að leika sinn fyrsta kappleik...

Var auðveldara en við áttum von á

„Þetta var auðveldara en við áttum von á,“ sagði Sigríður Hauksdóttir leikmaður Íslandsmeistara Vals við handbolta.is eftir 21 marks sigur Vals, 33:12, á ÍR í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik á Hlíðarenda í dag. Valur...
- Auglýsing -

Meistararnir byrjuðu með 21 marks sigri

Valur vann stórsigur á ÍR, 33:12, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda í dag. Staðan var 20:3 í hálfleik. Næsti leikur liðanna verður í Skógarseli á þriðjudagskvöld.Valur hóf leikinn af fullum...

Ída Bjarklind semur við Selfoss til þriggja ára

Ída Bjarklind Magnúsdóttir hefur ákveðið að snúa til baka í uppeldisfélag sitt, Selfoss, eftir nokkurra ára veru hjá Stjörnunni og nú síðast með Víkingi. Hún hefur skrifað þriggja ára samning við Handknattleiksdeild Ungmennfélagsins Selfoss og mætir galvösk til leiks...

Dagskráin: Undanúrslit hefjast í kvennaflokki – umspilið heldur áfram

Undanúrslit úrslitakeppni Olísdeildar kvenna hefst í dag auk þess sem Afturelding og Stjarnan halda áfram kapphlaupi sínu um sæti í Olísdeildinni á næstu leiktíð.Deildarmeistarar Vals taka á móti ÍR á Hlíðarenda klukkan 14 í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum....
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -