Olísdeildir

- Auglýsing -

Daníel mætir á ný til leiks með KA

Handknattleiksliði KA í karlaflokki barst í dag góður liðsstyrkur fyrir komandi átök í vetur þegar Daníel Matthíasson skrifaði undir samning hjá félaginu. Daníel er þar með kominn heim á nýjan leik eftir nokkurra ára veru hjá FH hvar hann...

Evrópubikarmeistari Vals gengur til liðs við Neistann

Silja Arngrimsdóttir Müller, markvörður, hefur sagt skilið við Ervópubikarmeistara og Íslandsmeistara Vals. Neistin í Þórshöfn segir þau tíðindi í kvöld að Silja hafi gengið til liðs við uppeldisfélag sitt að lokinni ársveru hjá Val.Silja var annar af tveimur markvörðum...

Efnilegur Stjörnumaður hripar undir sinn fyrsta samning

Handknattleiksmaðurinn efnilegi, Matthías Dagur Þorsteinsson, hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við uppeldisfélag sitt, Stjörnuna. Í tilkynningu frá Stjörnunni segir að Matthías Dagur sé gríðarlega fjölhæfur og skemmtilegur leikmaður sem bundnar séu miklar vonir við innan félagsins. Matthías Dagur...
- Auglýsing -

Vigdís Arna verður áfram með Stjörnunni

Vigdís Arna Hjartardóttir hægri hornakona Stjörnuliðsins í Olísdeild kvenna hefur framlengt samning sinn við Garðabæjarliðið. Vigdís Arna lék upp yngri flokka Stjörnunnar og er nú orðin ein af mikilvægustu leikmönnum liðsins. Þess má geta að Vigdís Arna var aðeins...

Daði gefur ekki þumlung eftir – nýr samningur klár

Daði Jónsson, varnarmaðurinn öflugi hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild KA. Daði sem er 27 ára gamall er grjótharður KA maður í gegn er ákaflega öflugur varnarmaður sem er einnig lunkinn sóknarmaður. Daði kom mörgum á óvart í...

Tvær ungverskar og ein norsk semja við nýliðana

Nýliðum Olísdeildar kvenna, KA/Þór, hefur borist hressilegur liðsauki fyrir átökin á næstu leiktíð. Samið hefur verið þrjá erlendar konur um að leika með liðinu, tvær þeirra eru ungverskrar, Bernadett Réka Leiner, markvörður, og Anna Petrovics en sú þriðja, Trude...
- Auglýsing -

Önnur yfirgefur Hauka til að leika með Stjörnunni

Sara Katrín Gunnarsdóttir hefur ákveðið að ganga til liðs við Stjörnuna eftir tveggja ára veru hjá Haukum en hún varð bikarmeistari með Hafnarfjarðarliðinu í mars. Sara Katrín er annar leikmaður Haukar sem færir sig um set yfir til Stjörnunnar...

Leó kominn heim eftir ársdvöl hjá Þór

Leó Friðriksson hefur gengið á ný til liðs við KA eftir eins árs veru með Þór. Leó skrifaði undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Leó sem er uppalinn hjá KA lék með Þór í Grill 66-deildinni síðasta vetur...

Fjórar breytingar – konum fækkar

Fjögur af átta liðum Olísdeildar kvenna á næsta keppnistímabilið tefla fram nýjum þjálfurum í brúnni þegar flautað verður til leiks í september. Breytingar hafa orðið hjá Íslands- og Evrópubikarmeisturum Vals, einnig hjá Fram, ÍBV og ÍR en síðastnefnda liðið...
- Auglýsing -

Sigurður og Tindur verða um kyrrt hjá Fram

Tveir ungir og efnilegir leikmenn, þeir Sigurður Bjarki Jónsson og Tindur Ingólfsson, hafa framlengt samninga sína til tveggja ára hjá Fram.Báðir eru þeir 21 árs á árinu. Sigurður Bjarki er línumaður og Tindur er skytta. Þeir eru báðir uppaldir...

Adam hefur samið til eins árs í viðbót

Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur gengið frá samningi við markvörðinn Adam Thorstensen til ársins 2026. Adam hefur verið lykilleikmaður í liði Stjörnunnar síðustu ár en liðið lék m.a. til úrslita í Poweradebikarnum í byrjun mars.„Adam hefur sýnt það síðustu ár að...

Penninn er áfram á lofti nyrðra

Aron Daði Stefánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið vorið 2027. Aron Daði er efnilegur leikmaður sem hefur verið að brjóta sér leið inn í meistaraflokkslið KA undanfarin...
- Auglýsing -

Skrifað undir nýjan samning við Önnu Láru

Anna Lára Davíðsdóttir hefur framlengt samning sinn viðhandknattleiksdeild Stjörnunnar. Anna Lára kom til Stjörnunnar sem lánsmaður frá Haukum leiktíðina 2022/2023 og líkaði veran vel og skrifaði undir tveggja ára samning við Garðabæjarliðið 2023 sem nú hefur verið framlengdur....

Logi skrifar undir nýjan samning við KA

Logi Gautason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Logi hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína í vinstra horninu á undanförnum árum með KA-liðinu en hann tók við hlutverki bróður síns, Dags, þegar hann hélt...

Lokahóf: Sigurður og Aníta Eik best hjá HK

Lokahóf handknattleiksdeildar HK fór fram síðastliðinn föstudag í veislusal HK í Kórnum. Komu þar saman meistaraflokkur karla og kvenna ásamt þjálfurum og sjálfboðaliðum og gerðu upp gott tímabil. Sigurður Jefferson Guarino var valinn besti leikmaður meistaraflokks karla á leiktíðinni. Hjá...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -