„Guð minn góður hvað það var gaman að mæta aftur út á völlinn eftir allan þennan tíma,“ sagði Lovísa Thompson sem lék með Val í dag í fyrsta sinn síðan í maí 2022. Hún fór út til Danmerkur þá...
„Valsliðið var mikið betra í dag og keyrði bara yfir okkur,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar eftir stórtap, 29:10, fyrir Val í Meistarakeppni HSÍ á Hlíðarenda í dag. Stjarnan var án tveggja öflugra leikmanna, Emblu Steindórsdóttur og Tinnu...
„Þetta var svakalega mikill munur en á móti kemur að maður vissi ekki alveg við hverju mátti búast af Stjörnunni,“ sagði Elín Rósa Magnúsdóttir markahæsti leikmaður Vals í stórsigrinum á Stjörnunni í Meistarakeppni HSÍ í dag, 29:10, þegar handbolti.is...
Valur hafði mikla yfirburði í leik við Stjörnuna í Meistarakeppni HSÍ í kvennaflokki í N1-höllinni í dag. Himinn og haf skildi liðin nánast að og voru úrslitin eftir því, 29:10. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 17:7.Valur var kominn...
Viðureign Vals og Stjörnunnar í Meistarakeppni kvenna í handknattleik í dag verður í beinni útsendingu á Handboltapassanum en ekki í Sjónvarpi Símans eins og vonir stóðu til. Að sögn Róberts Geir Gíslasonar framkvæmdastjóra HSÍ á það sér skýringar.„Valur vildi...
Keppnistímabil handknattleikskvenna hefst formlega hér á landi í dag þegar Valur og Stjarnan mætast í Meistarakeppni HSÍ í N1-höll Vals á Hlíðarenda klukkan 13.30. Liðin léku til úrslita í Poweradebikarnum á síðustu leiktíð og þess vegna leiða þau saman...
https://www.youtube.com/watch?v=7aVDFYjCsZI„Ég er ánægður með það sem ég hef fengið út úr æfingaleikjunum. Ég hef að minnsta kosti fengið svör við spurningum mínum sem er mikilvægt,“ segir Róbert Gunnarsson þjálfari karlaliðs Gróttu í samtali við handbolta.is en Róbert að hefja...
FH fagnaði sigri á Ragnarsmóti kvenna í handknattleik í kvöld eftir að hafa lagt lið ÍBV að velli með fimm marka mun, 30:25. Sigurður Bragason þjálfari ÍBV tefldi fram táningaliði að þessu sinni. Hann gaf eldri og reyndari leikmönnum...
https://www.youtube.com/watch?v=wGXnPsyoSg4„Mér líst ágætlega á okkur. Ég held að við séum svolítið óskrifað blað,“ segir Bjarni Fritzson þjálfari ÍR, nýliða Olísdeildar karla í handknattleik í samtali við handbolta.is. ÍR-ingar unnu Grill 66-deildina í vor og eru þar með á ný...
Önnur umferð Ragnarsmóts kvenna í handknattleik fer fram í kvöld. Mótið hófst í fyrrakvöld. ÍBV vann þá Víking, 27:16, og Selfoss hafði betur gegn FH, 40:21.Leikirnir í kvöld:ÍBV – FH, kl. 18.Selfoss – Víkingur, kl. 20.15.Leikirnir verða sendir úr...
Íslandsmeistarar FH unnu bikarmeistara Vals í Meistarakeppni HSÍ í karlaflokki í kvöld, 30:28, þegar liðin leiddu saman kappa sína í Kaplakrika. Jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 15:15, í annars afar jöfnum leik.FH-ingar voru sterkari síðasta stundarfjórðung leiksins. Munaði...
„Undirbúningur hefur gengið vel. Við höfum æft stíft frá því um miðjan júlí. Auðvitað hefur þetta kannski verið pínu slitrótt þar sem við vorum með þrjá sterka leikmenn í U18 ára landsliði karla sem tók þátt í Evrópumótinu, þar...
https://www.youtube.com/watch?v=W4622AdEeJc„Við fáum alvöru generalprufu fyrir Evrópuleikinn okkar á laugardaginn,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari karlaliðs Vals í samtali við handbolta.is um viðureign kvöldsins þegar bikarmeistarar og Evrópubikarmeistarar Vals sækja Íslandsmeistara FH heim í Kaplakrika í Meistarakeppni HSÍ. Flautað verður...
Handknattleiksdeild Gróttu hefur gert tveggja ára samninga við Arndísi Áslaugu Grímsdóttur og Elísabetu Ásu Einarsdóttur. Báðar eru þær fæddar árið 2007 og eru leikmenn 3. flokks kvenna.Arndís tók þátt í 11 leikjum með meistaraflokki í fyrra og Elísabet Ása...
Íslandsmeistarar FH og bikarmeistarar Vals mætast í Meistarakeppni HSÍ í handknattleik karla í Kaplakrika í kvöld. Viðureignin hefst klukkan 19.30.Leikurinn verður sendur út í sjónnvarpi Símans. Einnig verður textalýsing á handbolti.is.