Hörður á Ísafirði hefur samið við franska handknattleiksmanninn Leo Renaud-David. Um er að ræða 35 ára gamlan mann sem kemur frá Bidasoa Irun á Spáni.
Vonir standa til þess að Renaud-David verði gjaldgengur með Harðarliðinu þegar keppni hefst á...
Sara Katrín Gunnarsdóttir leikur með Fram út keppnistímabilið sem lánsmaður frá HK. Hún kemur í stað Svartfellingsins Tamara Jovicevic en samningi hennar við Fram var rift um áramótin. Jovicevic gekk til liðs við Fram í haust en stóð ekki...
„Talandi um kaflaskiptan leik þá var þetta kennslubókardæmi,“ sagði Sigurður Bragason þjálfari ÍBV hress að vanda eftir sigur liðsins á Stjörnunni, 22:18, í Olísdeild kvenna í handknattleik í TM-höllinni í kvöld. ÍBV komst með sigrinum upp í annað...
„Þetta er einn skrýtnasti handboltaleikur sem ég hef séð. Ef lagðar eru saman fyrstu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik og fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálfleik þá eru við 15:0 undir. Eins ótrúlega og það hljómar þá áttum við...
ÍBV komst upp í annað sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld með fjögurra marka sigri á Stjörnunni, 22:18, í TM-höllinni í Garðabæ í miklum sveifluleik. ÍBV hefur þar með 18 stig eftir 11 leiki og er stigi á...
Einn leikur verður á dagskrá Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld og það er sannkallaður stórleikur. Stjarnan fær ÍBV í heimsókn í TM-höllina í Garðabæ klukkan 18.
Liðin eru jöfn í öðru sæti Olísdeildar með 16 stig hvort eftir 10...
Aganefnd HSÍ segir í úrskurði sínum, sem birtur er í dag að ekki sé ástæða til þess að aðhafast vegna máls sem kom upp í leik Kórdrengja og Harðar í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ 16.desember á Ásvöllum.
Samkvæmt skýrslu dómara...
HK veitti Stjörnunni mikla mótspyrnu þegar liðin mættust í lokaleik 11. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik í Kórnum í dag. Stjarnan, sem er í öðru sæti Olísdeildar, átti fullt í fangi með að tryggja sér stigin tvö gegn neðsta...
Rúta sem flutti lið KA/Þórs frá Akureyri til Selfoss í gær fauk út af veginum þegar skammt var eftir af ferðinni til Selfoss en sagt er frá þessu á Akureyri.net.
Rútan hafnaði hálf út í snjóskafli og stóð þar föst...
Elleftu umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik lýkur í dag með viðureign HK og Stjörnunnar í Kórnum. Viðureignin hefst klukkan 16. Þrír leikur voru á dagskrá í gær. ÍBV var fyrst liða á keppnistímabilinu til þess að vinna Val, 32:29,...
Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir hefur verið lánuð til Olísdeildarliðs Selfoss frá Val út keppnistímabilið. Karlotta er tvítug og örvhent og getur bæði leikið í skyttustöðunni hægra megin og í hægra horni. Karlotta er komin með leikheimild og lék sinni fyrsta...
Fram vann öruggan sigur á Haukum í heimsókn sinni til Ásvalla í kvöld í 11. umferð Olísdeildar, 28:18, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:7. Eins og tölurnar gefa til kynna var sigur Fram...
Valur og ÍBV mættust í Olísdeild kvenna í handknattleik í Origohöllinni klukkan 13.30 í upphafsleik 11. umferðar deildarinnar. ÍBV vann leikinn með þriggja marka mun, 32-29, og varð þar með fyrsta liðið til þess að leggja Valsliðið í Olísdeildinni...
Keppni hefst á ný í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag eftir frí yfir jól og áramót. Þrír leikir verða á dagskrá í 11. umferð. Umferðinni lýkur annað kvöld. Bikarmeistarar Vals taka á móti ÍBV í fyrsta leik ársins...
Aðalsteinn Ernir Bergþórsson er handknattleiksmaður ársins 2022 hjá Þór Akureyri. Hann hlaut viðurkenningu á hófi í félagsheimilinu Hamri í gær þegar íþróttamenn félagsins voru heiðraðir. Aðalsteinn Ernir leikur með Þórsliðinu í Grill 66-deild karla.
Kostadin Petrov liðsfélagi Aðalsteins Ernis hjá...