Olísdeildir

- Auglýsing -

Selfoss mætir ÍBV í úrslitaleik á laugardag

Selfoss mætir ÍBV í úrslitaleik á Ragnarsmóti kvenna í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi á laugardaginn klukkan 13. Það varð ljóst eftir að Selfoss lagði Víking í hörkuleik, 30:28, í annarri umferð mótsins í kvöld. Selfoss og ÍBV hafa...

Stjarnan varð meistari meistaranna

Stjarnan vann Fram í Meistarakeppni HSÍ í handknattleik karla, 29:28, í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal. Staðan var jöfn í hálfleik, 15:15. Stjarnan var með frumkvæðið í síðari hálfleik og var einu til tveimur mörkum á undan. Fram átti þess kost...

Annar stórsigur hjá ÍBV á Selfossi

ÍBV vann stórsigur á Aftureldingu í annarri umferð Ragnarsmótsins í handknattleik kvenna í Sethöllinni á Selfossi í kvöld, 26:15. Staðan var 10:8 að loknum fyrri hálfleik.ÍBV hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu mjög örugglega. Afturelding...
- Auglýsing -

Dagskráin: Meistarakeppni og Ragnarsmót

Fyrsti formlegi leikur keppnistímabilsins fer fram í kvöld þegar Fram og Stjarnan mætast í Meistarakeppni HSÍ í karlaflokki. Leikið verður á heimavelli tvöfaldra meistara síðasta árs, Fram, í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal. Flautað verður til leiks klukkan 19 og leikið...

HK fór með stigin tvö úr spennandi leik

HK lagði Selfoss í jöfnum og skemmtilegum leik, 34:33, í síðari viðureign annarrar umferðar Ragnarsmótsins á Selfossi í kvöld. HK-ingar voru marki yfir í hálfleik, 16:15. Leikmenn Selfoss voru mun sprækari í viðureigninni í kvöld en á mánudagskvöldið þegar...

Haukar unnu FH-inga í Kaplakrika

Haukar höfðu betur í fyrsta Hafnarfjarðarslagnum á nýju keppnistímabili í kvöld þegar þeir mættu FH í fyrsta leik Hafnarfjarðarmótsins í handknattleik karla í Kaplakrika, 29:26. Eins oft áður þegar liðin leiða saman hesta sína var munurinn lítill. Haukar voru...
- Auglýsing -

ÍBV lagði Víkinga á Ragnarsmótinu

ÍBV vann Víking, 26:23, í annarri umferð Ragnarsmótsins í handknattleik karla í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Eyjamenn voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 15:10. ÍBV hefur þar með þrjú stig eftir tvo leiki en Víkingur tvö. ÍBV mætir...

Dagskráin: Ragnarsmót og Hafnarfjarðarmót

Hafnarfjarðarmótið í handknattleik karla hefst í kvöld með Hafnarfjarðarslag FH og Hauka í Kaplakrika. Flautað verður til leiks klukkan 18.30.Einnig verður keppni haldið áfram á Ragnarsmótinu í handknattleik karla í Sethöllinni á Selfossi. Önnur umferð fer fram í kvöld.Allir...

Ellefu marka sigur Selfyssinga

Selfoss vann Aftureldingu með 11 marka mun, 35:24, í fyrsta leik liðanna á Ragnarsmóti kvenna í handknattleik í kvöld í Sethöllinni á Selfossi. Heimaliðið gerði út um leikinn á síðustu tíu mínútunum. Aðeins var fimm marka munur á liðunum...
- Auglýsing -

Birkir Fannar tekur við öðru hlutverki hjá FH

Birkir Fannar Bragason hefur verið ráðinn markmannsþjálfari meistaraflokks FH í handknattleik karla. Birkir Fannar, sem lagði skóna á hilluna í vor, tekur við starfinu af Pálmari Péturssyni sem staðið hefur vaktina síðastliðin ár. Pálmar hætti í vor að eigin...

Valur lagði Fram í síðasta leik fyrir Tenerifeferð

Valur lagði Íslands- og bikarmeistara Fram með fjögurra marka mun í æfingaleik í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 14:14. Þetta var síðasti æfingaleikur Valsliðsins að sinni en það heldur í æfingaferð til...

Selfoss önglar í Emelíu Ósk úr Grafarvogi

Unglingalandsliðskonan Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir hefur gengið til liðs við Selfoss frá Fjölni. Hún hefur ekkert hik á heldur er í leikmannahópi Selfoss sem mætir Aftureldingu í 1. umferð Ragnarsmótsins í handknattleik í kvöld.Handknattleiksdeild Fjölnis segir frá því í kvöld...
- Auglýsing -

Sandra skoraði 12 mörk í stórsigri ÍBV

Sandra Erlingsdóttir og liðsfélagar í ÍBV unnu Víkinga, 38:19, í fyrsta leik Ragnarsmóts kvenna í handknattleik í Sethöllinni í Selfossi í kvöld. Eyjaliðið var níu mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:8.ÍBV-liðið mætti til leiks á Selfossi í kvöld...

Magnús Øder tekur áfram slaginn með meisturunum

Magnús Øder Einarsson fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Fram hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Hann staðfesti þetta við handbolta.is í dag. Magnús Øder hefur verið í herbúðum Fram síðan í ársbyrjun 2022 er hann kom frá Selfossi.„Tímabilið verður...

Þrjú lið reyna með sér á Hafnarfjarðarmótinu

Þrjú lið reyna með sér í Hafnarfjarðarmótinu í handknattleik karla sem hefst á morgun, miðvikudag. Auk Hafnarfjarðarliðanna tveggja, FH og Hauka, mæta nýliðar Olísdeildarinnar, Þór, með lið sitt til leiks.Leikirnir fara fram í Kaplakrika á miðvikudag, föstudag og laugardag.20....
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -