Færeyska ungstirnið Óli Mittún hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið GOG til fjögurra ára. Samningurinn tekur gildi næsta sumar. Frá þessu sagði GOG rétt áður en viðureign GOG og Aalborg hófst í dönsku úrvalsdeildinni eftir hádegið í dag.Óli, sem er...
Hinn þrautreyndi þýski markvörður Johannes Bitter tilkynnti í morgun að hann væri hættur í handknattleik, skórnir og keppnisbúningurinn færi upp á hilluna góðu. Til stóð að Bitter hætti í sumar. Hann lét tilleiðast halda áfram og brúa bilið þangað...
Þýski handknattleiksmaðurinn Paul Drux tilkynnti í fyrradag að hann sé tilneyddur að leggja skóna á hilluna, aðeins 29 ára gamall. Drux, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands og fyrirliði Füchse Berlin, hefur átt í þrálátum meiðslum í hné um árabil....
Norðmaðurinn Ole Gustav Gjekstad hefur verið ráðinn eftirmaður Þóris Hergeirssonar sem landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik kvenna. Norska handknattleikssambandið tilkynnti í morgun um ráðningu Gjekstad til fjögurra ára á blaðamannfundi sem hófst klukkan hálf átta að íslenskum tíma. Fram kom...
Henrik Signell er hættur þjálfun kvennalandsliðs Suður Kóreu í handknattleik eftir hálft annað ár í starfi. Signell segir margt í starfsumhverfinu í Suður Kóreu vera sérstakt. M.a. skorti ekki peninga en á sama tíma þá hafi stjórnendur handknattleikssambandsins enga...
Norska handknattleikssambandið hefur fundið eftirmann Þóris Hergeirssonar í stól þjálfara norska kvennalandsliðsins í handknattleik. Alltént hefur sambandið boðað til blaðamannafundar í fyrramálið hvar eina fundarefnið er ráðning þjálfara kvennalandsliðsins. eftir því sem TV2 í Noregi segir frá í kvöld.Fullyrt...
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði ekki mark fyrir HF Karlskrona þegar liðið tapaði með eins marks mun fyrir HK Malmö, 25:24, í upphafsleik 3. umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar í gær. Leikurinn fór fram í Malmö og tryggði heimaliðið sér sigurinn á...
Aleksander Pandzic og Ivan Mosorinski, serbneskt dómarapar, hafa verið settir út af sakramentinu hjá Handknattleikssambandi Evrópu. Þeir hafa ítrekað verið grunaðir um að taka þátt í hagræðingu úrslita handboltaleikja.Serbarnir voru sektaðir í vor um 2.000 evrur hvor, um...
Forráðamenn norska úrvalsdeildarliðsins Drammen, sem Ísak Steinsson og Viktor Petersen Norberg leika m.a. með, eru í klemmu um þessar mundir eftir að ljóst var að liðið mætir ísraelska liðinu Holon Yuvalim Handball Club í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik...
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur staðfest að árs keppnisbann sem slóvenski handknattleiksmaðurinn Marko Bezjak hlaut í vor hjá króatíska handknattleikssambandinu tekur yfir öll mót sem eru undir hatti EHF, ekki aðeins þau sem eru innan Króatíu. Bezjak getur þar með...
Franski landsliðsmaðurinn Dika Mem leikur ekki með Barcelona næstu vikurnar. Hann varð fyrir axlarmeiðslum undir lok viðureignar Barcelona og Pick Szeged í Meistaradeild Evrópu á fimmtudagskvöldið. Mem er einn besti handknattleiksmaður heims og átti hvað stærstan þátt í sigri...
Fimm lið eru taplaus eftir þrjár umferðir í Meistaradeild kvenna í handknattleik. Ungverska liðið FTC, Krim Ljubljana frá Slóveníu auk franska liðsins Metz eru taplaus í A-riðli. Evrópumeistarar Györ og franska liðið Brest Bretagne hafa lokið öllum viðureignum sínum...
Norðmaðurinn Glenn Solberg hefur sagt starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar í handknattleik karla. Sænska handknattleikssambandið tilkynnti um óvænta afsögn Solbergs í morgun. Ekki fylgir sögunni hver tekur við en ljóst er að hafa verður hraðar hendur því undankeppni...
Guðmundur Bragi Ástþórsson og liðsfélagar í Bjerringbro/Silkeborg unnu TTH Holstebro, 33:31, í Holstebro á Jótlandi í gærkvöld í 3. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Guðmundur Bragi skoraði ekki mark í leiknum. Bjerringbro/Silkeborg hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum...
Fiskisögurnar fjúga um félagaskipti þekktra leikmanna á næsta sumri. Ein sú nýjasta er að Svíinn Lukas Sandell kveðji ungverska meistaraliðið Veszprém og gangi til liðs við helsta keppinautinn Pick Szeged og verði þriðji Svíinn í herbúðum liðsins. Þjálfari Pick Szeged er...