Juri Knorr og Renars Uscins leika ekki með þýska landsliðinu í tveimur leikjum við Austurríki í undankeppni EM í handknattleik í vikunni. Einnig leikur vafi á þátttöku Justus Fischer í fyrri viðureigninni sem verður á fimmtudaginn í Vínarborg. Síðari...
Rússneski handknattleiksmaðurinn Mikhail Vasilyev er látinn 64 ára gamall. Vasilyev var í sigurliði Sovétríkjanna á HM 1982 og á Ólympíuleikunum í Seúl sex árum síðar. Einnig átti hann sæti í sovéska liðinu sem vann handknattleikskeppni karla á Friðarleikunum 1986. Vasilyev...
Danski handknattleiksdómarinn Jesper Madsen fékk aftur aðsvif í dag þegar hann dæmdi viðureign Aalborg Håndbold og TTH Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni. Aðeins eru 16 dagar síðan hann fékk einnig aðsvif og hneig niður í viðureign Veszprém og Sporting í...
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í karlaflokki lauk í gærkvöld. One Veszprém og Sporting Lissabon hrepptu tvö efstu sæti A-riðils. Orri Freyr Þorkelsson sá til þess að Sporting fylgdi ungverska meistaraliðinu eftir.Í B-riðli fóru Evrópumeistarar Barcelona og danska meistaraliðið Aalborg, sem...
Óttast er að danski landsliðsmaðurinn Aaron Mensing hafi slitið hásin á hægri fæti í viðureign með MT Melsungen gegn THW Kiel í lokaumferð 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Fyrir eru a.m.k. sjö leikmenn liðsins á sjúkralista, þar...
Riðlakeppni 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handknattleik karla lauk í kvöld. Montpellier, Bidasoa Irún, THW Kiel og Flensburg höfnuðu í efsta sæti hvers riðlanna fjögurra. Liðin fjögur fara beint í átta liða úrslit og sitja þar með yfir í fyrstu...
Örvhenta skyttan hjá Aftureldingu, Hallur Arason, hefur verið kallaður inn í færeyska landsliðið sem mætir Hollendingum í undankeppni Evrópumótsins á miðvikudaginn í næstu viku. Leikurinn verður sá fyrsti í nýrri þjóðarhöll Færeyinga, Við tjarnir. Um sögulegan leik verður þar...
Leikmenn gríska karlalandsliðsins sem leika með félagsliðum í heimalandinu koma saman á morgun, þriðjudag, til undirbúings fyrir leikina við íslenska landsliðið í undankeppni EM í næstu viku. Þeir leikmenn sem leika utan Grikklands skila sér einn af öðrum í...
Tobias Karlsson fyrrverandi fyrirliði sænska landsliðsins tekur við starfi íþróttastjóra sænska karlalandsliðsins í vor. Hann á að vinna í nánu samstarfi við Michael Apelgren landsliðsþjálfara. Lars Christiansen fyrrverandi landsliðsmaður Dana í handknattleik og leikmaður Flensburg-Handewitt um langt árabil hætti sem...
Hinum gamalreynda þjálfara og leikmanni Martin Schwalb hefur verið vikið frá störfum hjá þýska liðinu HC Erlangen í Nürnberg eftir fimm mánuði í starfi. Hann tók við í október og átti að snúa við gengi liðsins en lánaðist það...
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki lauk á sunnudaginn. Metz Handball og FTC-Rail Cargo Hungaria hrepptu tvö efstu sæti A-riðils og sitja þar með yfir í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar sem fram fer tvær síðustu helgarnar í mars. Sömu sögu er...
Grænlenska handknattleikssambandið er í fjársvelti og hefur orðið að draga kvennalið sitt úr undankeppni heimsmeistaramótsins af þeim sökum. Ekki eru til peningar til þess að fjármagna þátttöku landsliðsins né undirbúning, eftir því sem fram kemur á HBold.dk.Grænlenska landsliðið komst...
Króatíski landsliðsmaðurinn Ivan Martinovic leikur ekki með Rhein-Neckar Löwen næstu vikurnar vegna hnémeiðsla. Martinovic var einn öflugasti leikmaður króatíska landsliðsins sem vann silfurverðlaun á HM í síðasta mánuði.Forsvarsmenn hollenska karlaliðsins Limburg Lions leggja árar í bát þegar keppnistímabilinu lýkur...
Vladan Matić fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Serbíu hefur verið ráðinn þjálfari serbneska meistaraliðsins Vojvodina. Hann tekur við af Boris Rojević sem hætti í síðustu viku eftir sigursæl ár. Matić er þrautreyndur þjálfari sem víða hefur komið við. Auk þjálfunar serbneska...
Danski handknattleiksdómarinn Jesper Madsen, fékk aðsvif seint í fyrri hálfleik í viðureign Vespzrém og Sporting Lissabon í Meistaradeild karla í handknattleik í Ungverjalandi í kvöld. Hné hann niður eftir af hafa reynt að standa í fæturna er hann gerðist...