Sigurganga Dana á handknattleiksvellinum heldur áfram og svo virðist vera sem möguleikar séu allgóðir fyrir að svo verði áfram um nokkurt skeið. Alltént virðist efniviður vera fyrir hendi þegar heimsmeistaramót 21 árs landsliða er gert upp eftir 11 daga...
Engin breyting verður á niðurstöðu keppni í þýsku 2. deildinni í handknattleik þrátt fyrir að þurft hafi að endurtaka einn leik í dag, þremur vikum eftir að talið var að deildarkeppnin hefði verið leidd til lykta. Vegna kæru á...
Færeyingar unnu sín fyrstu verðlaun á heimsmeistaramóti í handknattleik í dag þegar þeir lögðu Svía, 27:26, í leiknum um bronsverðlaunin í Katowice í Póllandi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður hjá færeysku piltunum sem voru sterkari í síðari hálfleik þegar þeir...
Í dag fer fram hinn umdeildi leikur milli Tusem Essen og Dessau-Roßlauer HV í þýsku 2. deildinni í handknattleik karla en liðunum var fyrr í mánuðinum fyrirskipað af dómstól að mætast á nýja leik eftir að eftirlitsmaður og tímavörður...
Það verður hátíðarstemning í Færeyjum á morgun þegar hetjurnar í 21 árs landsliði þjóðarinnar leika við Svía um bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í Póllandi. Risaskjáir verða settir upp víða um eyjarnar svo fólk geti komið saman og fylgst með leiknum....
Henny Reistad, miðjumaður norska landsliðsins og Esbjerg í Danmörku, og Mathias Gidsel, hægri skytta danska landsliðsins og Füchse Berlin, eru handknattleiksfólk ársins 2025 að mati Handknattleikssambands Evrópu, EHF. Mia Emmengger frá Sviss og Ian Barrufet frá Spáni, voru valin...
Færeyingar leika um bronsverðlaun á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða karla í handknattleik á sunnudaginn gegn Svíum. Aldrei hefur svo fámenn þjóð leikið um verðlaun á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða í handknattleik karla. Danmörk og Portúgal leik um gullverðlaunin. Portúgal...
Dregið var í dag í riðla Meistaradeildar kvenna í handknattleik fyrir næsta keppnistímabil. Flautað verður til leiks í deildinni 6. september. Györi frá Ungverjalandi vann keppnina í vor. Liðið leikur í A-riðli er m.a. með Esbjerg og Metz sem...
Sænsk sjónvarpsstöð sem sendir út alla leiki í sænsku úrvalsdeildunum í handknattleik kvenna og karla, svipuð Handboltapassanum hér á landi, hefur ákveðið að lækka áskriftarverðið hressilega. Á síðustu leiktíð kostaði mánaðaráskrift 449 kr. en verður lækkuð niður í 199...
Færeyska landsliðið er komið í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Færeyingar unnu Slóvena í átta liða úrslitum í Sosnowiec í Póllandi, 35:33, í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem færeyskt landslið...
Ein allra fremsta handknattleikskona Noregs um langt árabil, Camilla Herrem, hefur greinst með brjóstakrabbamein. Hún sagði frá þessu á Instagram-síðu sinni í dag. Hún byrjar í læknismeðferð á morgun en þá verður vika liðin síðan læknir staðfesti að Herrem...
Michael Wiederer forseti Handknattleikssambands Evrópu, EHF, fær ekki mótframboð á þingi EHF í byrjun september. Ekkert mótframboð barst eftir því sem fram kemur í tilkynningu. Wiederer, sem er 69 ára gamall Austurríkismaður hefur verið forseti EHF frá 2016 en...
Óskum forráðafólks norsku liðanna Sola HK og Tertnes Bergen um sæti í Meistaradeild kvenna á næsta keppnistímabili var hafnað svo og frá rúmenska liðinu CS Minaur Baia Mare. Aðeins eitt norskt lið verður þar með í Meistaradeildinni á komandi...
Hvorki Þorsteinn Leó Gunnarsson né Óðinn Þór Ríkharðsson munu láta ljós sitt skína í leikjum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla á næsta keppnistímabili. Liðum þeirra, FC Porto og Kadetten Schaffhausen, var synjað um þátttökurétt í deildinni. Verða þau þar...
Brasilíski handknattleiksmaðurinn Thiagus Petrus gengur til liðs við ungverska meistaraliðið One Veszprém í sumar eftir sjö ára veru hjá Barcelona. Hann segir í samtali ekki endilega haft í huga að fara frá félaginu en orðið hluti af samkomulagi félaganna...