Útlönd

- Auglýsing -

Pajovic sterklega orðaður við stól þjálfara Flensburg

Slóveninn Ales Pajovic er sagður verða næsti þjálfari þýska handknattleiksliðsins Flensburg-Handewitt. Pajovic er landsliðsþjálfari Austurríkis en samningur hans um þjálfun landsliðsins rennur út um mitt þetta ár.Sport-Bild segir frá þessu tíðindum í dag samkvæmt heimildum en hvorki félagið né...

Danir í undanúrslit fjórða HM í röð

Fjórða skiptið í röð eru Danir komnir í undanúrslit á heimsmeistaramóti í handknattleik. Brasilíumenn voru Dönum engin fyrirstaða í fyrri leik átta liða úrslita í Unity Arena-keppnishöllinni í Bærum í Noregi í kvöld að viðstöddum 5.922 áhorfendum. Lokatölur, 33:21,...

Molakaffi: Síðustu leikir, Koppang, Roberts, Løke

Síðari tveir leikir átta liða úrslita heimsmeistaramóts karla í handknattleik fara fram í kvöld. Klukkan 16.30 mætast Danmörk og Brasilía í íþróttahöllinni í Bærum. Þremur stundum síðar hefst síðasti leikur átta liða úrslita þegar Portúgal og Þýskaland eigast við. Portúgal...
- Auglýsing -

Pólverjar fara heim með forsetabikarinn – unnu í vítakeppni

Pólverjar unnu forsetabikarinn á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í kvöld þegar þeir unnu Bandaríkjamenn, 24:22, eftir vítakeppni í úrslitaleik í Poreč í Króatíu. Jafnt var að loknum hefðbundnum 60 mínútna leik, 21:21.Bandaríkjamönnum tókst ekki vel til í vítakeppninni....

Sigurmark þremur sekúndubrotum fyrir leikslok

Frakkland leikur við Króatíu í undanúrslitum heimsmeistaramóts karla í handknattleik í Zagreb Arena á fimmtudaginn eftir einn ævintýralegasta sigurmark í sögu handboltans þegar þeir lögðu Egypta, 34:33, í síðari viðureign dagsins í 8-liða úrslitum. Luka Karabatic skoraði sigurmarkið frá...

HM ’25: Forsetabikarinn, leikjadagskrá, úrslitaleikir

Neðstu liðin úr hverjum riðli á fyrsta stigi heimsmeistaramóts karla í handknattleik leika um 25. til 32. sæti og um forsetabikarinn í Poreč í Króatíu þriðjudaginn 28. janúar.Áður var keppt var í tveimur riðlum 21. til 26. janúar....
- Auglýsing -

Ótrúlegur endasprettur kom Króatíu í undanúrslit

Með ótrúlegum endaspretti tókst Króötum að vinna Ungverja með eins marks mun í fyrsta leik átta liða úrslita heimsmeistaramóts karla í Zagreb Arena í kvöld, 31:30. Króatar skoruðu fimm síðustu mörk leiksins. Sigurmarkið skoraði Marin Sipic af línu á...

Aron lauk keppni á HM með sigri á Alsír

Aron Kristjánsson og liðsmenn hans í landsliði Barein luku keppni á heimsmeistaramótinu í handknattleik í dag. Bareinar unnu Alsírbúa með þriggja marka mun, 29:26, í leiknum um 29. sæti á HM. Leikurinn er einn fjögurra í keppni átta neðstu...

Kúbumenn reka lestina á HM – töpuðu í vítakeppni

Kúbumenn reka lest þeirra 32 liða sem tóku þátt í heimsmeistaramóti karla í handknattleik 2025. Kúba tapaði í dag fyrir Gíneu í leiknum 31. sæti á heimsmeistaramótinu, 33:31, að lokinni í vítakeppni. Staðan var jöfn að loknum 60 mínútna...
- Auglýsing -

Molakaffi: Knorr, Mandic, Bjørnsen, Nilsson

Juri Knorr leikstjórnandi þýska landsliðið mætir til leiks á ný í kvöld þegar Þjóðverjar mæta Portúgölum í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts í Bærum í  Noregi í kvöld. Knorr var fjarri góðu gamni í síðustu leikjum Þjóðverja á HM vegna...

Segja stjörnuna hafa farið af HM í óleyfi

Pólski línumaðurinn Kamil Syprzak og ein helsta stjarna landsliðsins yfirgaf pólska landsliðið í fyrrakvöld þótt það eigi enn eftir að leika einu sinni í forsetabikarnum á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Pólska handknattleikssambandið segir í tilkynningu að Syprzak hafi yfirgefið liðið...

Danmörk mætir Brasilíu – Alfreð og félagar glíma við Portúgala

Heimsmeistarar Danmerkur mæta Brasilíumönnum í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Bærum í Noregi á þriðjudaginn, væntanlega klukkan 19.30. Þá er ljóst að Alfreð Gíslason og liðsmenn hans í þýska landsliðinu leika gegn Portúgal í hinni viðureign átta liða úrslitanna...
- Auglýsing -

Grænhöfðeyingar héldu ekki út gegn Egyptum

Grænhöfðeyingar náðu ekki að halda út Egyptum í viðureign liðanna í Zagreb Arena í kvöld og töpuðu 31:24. Hefðu Grænhöfðeyingar náð stigi í leiknum hefði það fært íslenska liðinu sæti í átta liða úrslitum. Af því varð sem sagt...

Þjálfari heimsmeistaranna henti mótmælanda út af leikvellinum

Mótmælandi hljóp inn á leikvöllinn í Jyske Bank Boxen í Herning í gærkvöldi rétt eftir að síðari hálfleikur í viðureign Dana og Tékka á heimsmeistaramótinu í handknattleik hófst. Mótmælandinn, sem var merktur umhverfisverndarsamtökunum Nødbremsen, hóf að dreifa alskyns litum...

Danir og Þjóðverjar langbestir í milliriðli eitt

Heimsmeistarar Danmerkur og Þýskaland voru viss um sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik fyrir lokaumferðina sem fram fór í Jyske Bank Boxen í Herning á Jótlandi síðdegis og í kvöld. Lið beggja þjóða unnu leiki sína farsællega....
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -