Viðureign Dana og Suður Kóreu í milliriðli 2 í 16-liða úrslitum heimsmeistaramóts 20 ára landsliða kvenna í handknatleik varð afar sögulegur en leikurinn fór fram í tveimur keppnishöllum í Skopje í Norður Makedóníu. Fyrri hálfleikur var háður í Jane...
Sjö af tíu liðum sem óskuðu eftir sæti í þátttöku í Meistaradeild kvenna í handknattleik á næstu leiktíð varð að ósk sinni þegar stjórn Handknattleikssambands Evrópu kom saman fyrir helgina til að afgreiða umsóknir fyrir næsta keppnistímabil. Þegar voru...
Heimsmeistaramót kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri hófst í Skopje í Norður Makedóníu miðvikudaginn 19. júní og lýkur 30. júní. Ísland er á meðal 32 þátttökuríkja og leikur í H-riðli með Angóla, Bandaríkjunum og Norður Makedóníu.Hér...
Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handknattleik er kominn til Split í Króatíu þar sem hann verður annað árið í röð á meðal leiðbeinenda á námskeiðum fyrir unga markverði (www.handballgoalkeeper.com). Námskeiðið er haldið í tólfta sinn en á það mæta...
Borko Ristovski fyrrverandi landsliðsmarkvörður Norður Makedóníu hefur verið skipaður ráðherra íþróttamála í heimalandi sínu. Ristovski tekur við á næstu dögum og hefur þegar sagt af sér öllum störfum hjá handknattleiksliðinu Vardar. Ristovski lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum en...
Í gær var loksins staðfest að Spánverjinn Xavier Pascual hafi verið ráðinn þjálfari ungverska meistaraliðsins Veszprém sem Bjarki Már Elísson leikur með. Ráðningin hafði legið í loftinu í meira en hálfan mánuð eftir að Pascual náði samkomulagi um starfslok...
Aldrei hefur verið meiri aðsókn á leiki efstu deildar í þýska handknattleiknum í karlaflokki en á síðustu leiktíð. Að jafnaði voru 5.216 áhorfendur á hverjum leik. Er þetta í fyrsta sinn sem fleiri en fimm þúsund sækja hvern leik...
Aldrei hafa fleiri stundað handknattleik í Noregi en á síðasta ári. Skráðir iðkendur voru liðlega 142 þúsund og fjölgaði um átta þúsund frá árinu áður. Iðkendum fækkað tvö ár í röð, 2020 og 2021 vegna covid. Handknattleiksfólki í Noregi...
Olympiakos, andstæðingur Vals í úrslitum Evrópubikarkeppninnar í síðasta mánuði, varð í dag grískur meistari í handknattleik karla í fjórða sinn, þar af í annað skiptið á þremur árum. Olympiakos lagði AEK Aþenu, meistara síðasta árs, með fjögurra marka mun...
Níu lið eru örugg um að eiga sæti í Meistaradeild karla á næstu leiktíð en alls verða þátttökulið 16 eins og undanfarin ár. Tólf lið sækjast eftir sætunum sjö sem eftir standa. Eins og í Meistaradeild kvenna þá komast...
Þýska handknattleiksliðið Bergischer HC sem Arnór Þór Gunnarsson er annar þjálfara hjá, mun leika í 2. deild þýska handknattleiksins. Félagið hefur rekið mál gegn deildarkeppninni fyrir að veita HSV Hamburg keppnisleyfi í 1. deild þrátt fyrir að hafa hafnað...
Spánverjinn David Davis var í morgun kynntur til leiks sem eftirmaður Xavier Pascual í stól þjálfara rúmenska meistaraliðsins Dinamo Búkarest. Pascual var leystur frá störfum á dögunum eftir þriggja ára veru en hann verður næsti þjálfari Telekom Veszprém í...
Ungverska meistaraliðið Telekom Veszprém, sem Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handknattleik leikur með, staðfesti í hádeginu að Momir Ilic þjálfari og Péter Gulyás aðstoðarþjálfari hafi verið leystir frá störfum. Fregnirnar hafa legið í loftinu síðan í upphafi mánaðarins að...
Þorsteinn Leó Gunnarsson mun leika undir stjórn sænska þjálfarans Magnus Andersson hjá FC Porto í Portúgal á næsta keppnistímabili. Andersson, sem var leikmaður hins sigursæla sænska landsliðs á tíunda áratug síðustu aldar og lék alls 307 landsleiki, var í...
Hinn þrautreyndi ungverski markvörður, Roland Mikler, leikur áfram með Pick Szeged næsta árið. Hann hefur skrifað undir nýjan eins árs samning. Mikler hefur verið hjá Pick Szeged í fimm ár en hann var einnig með liði félagsins frá 2010...