Dragan Nachevski, fyrrverandi formaður dómaranefndar Handknattleikssambands Evrópu, hefur verið úrskurðaður í tveggja ára bann frá störfum innan handknattleiks í Evrópu. Auk þess verður hann að greiða 5.000 evrur í sekt, jafnvirði um 750 þúsund króna. Þetta er niðurstaða áfrýjunardómstóls,...
Rúmenska meistaraliðið í handknattleik kvenna, CSM Búkarest, hefur samið við svartfellsku handknattleikskonuna, Djurdjina Jaukovic. Hún er ein margra leikmanna sem yfirgefið hafa ZRK Buducnost á undanförnum vikum eftir að ljóst varð að félagið rambaði á barmi gjaldþrots og mörgum...
Áfram heldur Hörður á Ísafirði að bæta í sveit sína fyrir komandi leiktíð. Í gær var tilkynnt að Kei Anegayama, japanskur miðjumaður, hafi skrifað undir samning við félagið. Anegayama verður þar með þriðji Japaninn hjá liði félagsins á næstu...
Færeyski landsliðsmarkvörðurinn og fyrrverandi KA-maður, Nicholas Satchwell, hefur samið við danska handknattleiksliðið Lemvig-Thyborøn Håndbold til næstu tveggja ára. Lemvig féll úr úrvalsdeildinni í vor. Satchwell var síðasta árið hjá Viking TIF í Bergen eftir að hafa kvatt KA að...
Svissneski landsliðsmarkvörðurinn Nikola Portner hefur fengið leyfi til þess að hefja æfingar með bikar- og landsmeisturum SC Magdeburg á nýjan leik eftir að hafa þurft að sitja hjá síðan í byrjun apríl að uppvíst var að hann hafi fallið...
Petar Cikuša var í gær kallaður inn í spænska landsliðshópinn sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Frakklandi sem hefjast á föstudaginn. Cikuša var allt í öllu í 20 ára landsliði Spánar sem varð Evrópumeistari í Slóveníu á sunnudagskvöldið. Hann...
Andreas Wolff markvörður þýska landsliðsins og einn besti markvörður heims fór af leikvelli eftir 20 mínútur í viðureign Þýskalands og Japan í handknattleik karla í Porsche Arena í gær. Margir hrukku við enda er Wolff afar mikilvægur hlekkur í...
Færeyska ungstirnið Óli Mittún hefur ótrúlega tölfræði með yngri landsliðum Færeyja. Hann hefur skoraði 355 mörk í 43 leikjum fyrir U18, U19 og U20 ára landsliðins, eða 8,25 mörk að jafnaði í leik. Frá þessu er sagt á in.fo...
Leikið verður um sæti 13 til 24 á EM 20 ára landsliða karla í handknattleik í Slóveníu í dag. Hlynur Leifsson verður eftirlitsmaður á leiknum um 19. sætið á milli Ítalíu og Tékklands í Dvorana Golovec í Celje.Sigurður Hjörtur...
Spænski handknattleiksmaðurinn Joan Cañellas varð að draga sig út úr spænska landsliðinu í handknattleik karla í gær vegna meiðsla. Cañellas mun þar með ekki enda ferilinn á Ólympíuleikum eins og vonir hans stóðu til. Cañellas er einstaklega óheppinn þegar...
Nora Mørk skoraði átta mörk og var markahæst í norska landsliðinu þegar það lagði danska landsliðið, 26:24, í vináttuleik í Gjøvik Fjellhall í gærkvöld. Um leið var þetta síðasti landsleikur Stine Oftedal á heimavelli en hún hættir handknattleik eftir...
Franski landsliðsmaðurinn Melvyn Richardson gengur til liðs við pólska meistaraliðið Wisla Plock frá og með sumrinu 2025. Félagið sagði frá þessu í fyrradag en orðrómur um væntanleg vistaskipti Richardson hefur verið uppi síðustu vikur. Richardson leikur með Barcelona og...
Alþjóða handknattleikssambandið hefur ákveðið að veita ungverska meistaraliðinu Veszprém keppnisrétt á heimsmeistaramóti félagsliða í karlaflokki sem fram fer frá 27. september til 3. október í Kaíró í Egyptalandi. Áður hafði verið greint frá að boðssætið kæmi í hlut franska...
Lyfjaeftirlit þýska íþróttasambandsins ákveður í næstu viku hvort það taki upp mál svissneska markvarðarins Nikola Portner og leikmanns þýska meistaraliðsins SC Magdeburg. Í lok síðasta mánaðar vísaði lyfjanefnd þýska handknattleikssambandsins málinu frá og ákvað að úrskurða Portner ekki í...
Lettinn Raivis Gorbunovs sem lék um skeið með Herði á Ísafirði hefur samið við þýska 2. deildarliðið HSG Konstanz til tveggja ára. Eftir að Gorbunovs hvarf frá Herði haustið 2021 var hann með Bergsøy í neðri deildum norska handknattleiksins...