Útlönd

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Grijseels, Flippers, Nusser, Dunarea Braila, Evrópudeildirnar

Þýska landsliðskonan Alina Grijseels hefur samið við rúmenska meistaraliðið CSM Búkarest. Grijseels flytur til Búkarest í sumar þegar eins árs dvöl hennar hjá Metz verður lokið.  Franska landsliðskonan  Laura Flippes yfirgefur CSM Búkarest í sumar og flytur til Metz í...

Ungverska liðið sneri við taflinu í Frakklandi

Ungverska liðið FTC (Ferencváros) gerði sér lítið fyrir og sneri þröngri stöðu, eins og stundum er sagt við taflborðið, í sigur í rimmu sinni við franska liðið Brest Bretagne í fyrstu umferð útsláttarkeppni Meistaradeildar kvenna í handknattleik í gær....

Færeyingar eiga efnilegasta handboltakarl heims

Færeyski handknattleikskarlinn Elias Ellefsen á Skipagøtu og franska handknattleikskonan Léna Grandveau eru efnilegasta handknattleiksfólk heims um þessar mundir. Sú er alltént niðurstaðan í kjöri Alþjóða handknattleikssambandsins í vali á efnilegasta handknattleiksmönnum ársins 2023. Leiðtogi færeyska landsliðsins Elias, sem gekk til liðs...
- Auglýsing -

Reistad og Gidsel valin best hjá IHF

Norska handknattleikskonan Henny Reistad og danski handknattleikskarlinn Mathias Gidsel hafa verið útnefnd handknattleiksfólk ársins 2023 hjá Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, Niðurstaða valsins var tilkynnt í dag og kom vart á óvart. Bæði fóru og fara enn á kostum með landsliðum...

Molakaffi: Dagur, Sigvaldi, Johansson, Györ, þjálfari bikarmeistara hættir

Dagur Gautason, vinstri hornamaður ØIF Arendal, er í 7. sæti á lista yfir markahæstu leikmenn norsku úrvalsdeildarinnar. Dagur hefur skoraði 113 mörk, er 60 mörkum á eftir samherja sínum Mathias Rohde Larson sem er markahæstur.  Landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson, sem...

Færeyska landsliðið sem mætir Íslandi hefur verið valið

Þjálfarar færeyska kvennalandsliðsins í handknattleik, Claus Mogensen og Simon Olsen, hafa valið þá 16 leikmenn sem þeir ætla að tefla fram í tveimur síðustu leikjum liðsins í undankeppni Evrópumótsins. Síðari leikurinn af tveimur verður við íslenska landsliðið á Ásvöllum...
- Auglýsing -

Ljóst hvaða þjóðir mætast í HM-umspili í maí

Eins og kom fram í gær mætir karlalandsliðið í handknattleik því eistneska í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Danmörku, Króatíu og Noregi í janúar á næsta ári. Forkeppni umspilsins lauk í gær. Þar með er...

Einn sigur á heimavelli – rúmensku meistararnir standa vel að vígi

Aðeins ein viðureign af fjórum í fyrstu umferð útsláttarkeppni Meistaradeildar sem fram fór um helgina vannst á heimavelli. Þýska meistaraliðið Bietigheim lagði Ikast, 29:27, á heimavelli. Ungversku liðin DVSC Schaeffler og FTC auk slóvensku meistaranna Krim Ljubljana verða að...

Molakaffi: Elías, Alfreð, dregið fyrir ÓL, Darleux, vináttuleikur

Fredrikstad Bkl., liðið sem Elías Már Halldórsson þjálfar, tapaði fyrir Gjerpen, 32:26, á útivelli í 23. umferð í norsku úrvalsdeildinni í kvennaflokki í gær. Fredrikstad Bkl., situr í fjórða sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir með 31 stig,...
- Auglýsing -

Ungverjar kræktu í síðasta ÓL-farseðilinn

Ungverska landsliðið krækti í 12. og síðasta sætið í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum. Ungverjar unnu Portúgal, 30:27, í síðasta leik 3. riðils forkeppni leikanna í Tatabánya í kvöld. Úrslitin réðust ekki fyrr en á allra síðustu mínútum í hnífjöfnum...

Forkeppni ÓL24, karlar: Leikir, úrslit, staðan

Forkeppni Ólympíuleikanna í handknattleik karla stóð yfir frá 14. til 17. mars á þremur stöðum í Evrópu. Leikið var í þremur fjögurra liða riðlum. Tvö efstu lið hvers riðils öðluðust þátttökurétt í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem fram fara í París...

Axel vann í Þýskalandi – mótherjar Vals eru í vænlegri stöðu

Norska úrvalsdeildarliðið Storhamar, sem Axel Stefánsson þjálfar við annan mann, er í góðri stöðu eftir sigur á þýska liðinu Thüringen, 39:35, í fyrri viðureigna liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar kvenna í handknattleik í dag. Viðureignin fór fram í...
- Auglýsing -

Slóvenar slást í Ólympíuhópinn

Slóvenar fylgja Spánverjum eftir í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna úr fyrsta riðli undankeppninnar. Slóvenar tryggðu sér farseðilinn til Parísar í dag með sigri á landsliði Barein, 32:26, í þriðju og síðustu umferð 1. riðils í Granollers á Spáni. Aron Kristjánsson er...

Streymi: Króatía – Alsír, kl. 15.45 – forkeppni ÓL

Króatíska landsliðið, undir stjórn Dags Sigurðssonar, mætir landsliði Alsír í 3. umferð forkeppni handknattleikskeppni Ólympíuleikanna, í Hannover klukkan 15.45. Króatíska landsliðið hefur þegar tryggt sér farseðilinn á Ólympíuleikana í sumar. Alsíringar eiga ekki lengur möguleika á að fylgja Króötum...

Alfreð mætir með sveit sína til leiks á ÓL í París

Þjóðverjar verða með handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í París í sumar. Þeir unnu Austurríkismenn, 34:31, í úrslitaleik um farseðil á leikana í síðustu umferð 2. riðils forkeppni leikanna í ZAG-Arena í Hannover í dag. Um leið er ljóst...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -