- Auglýsing -
- Auglýsing -

Útlönd

- Auglýsing -

Alfreð og lærisveinar kreista út sigur – úrslit vináttuleikja dagsins

Þýska landsliðið í handknattleik átti í mesta basli með landslið Brasilíu í síðari vináttuleiknum í Hamborg í kvöld að viðstöddum 12.379 áhorfendum. Uppselt var á leikinn. Þjóðverjum tókst að merja út sigur á síðustu mínútum leiksins, 28:26, eftir að...

Molakaffi: Sabate hættir, Filter, lögðu árar í bát, Kündig

Spánverjinn Xavier Sabate lætur af störfum landsliðsliðsþjálfara Tékklands í handknattleik karla að loknum heimsmeistaramótinu. Frá þessu var greint í gær. Sabate ætlar að einbeita sér að þjálfun pólsku meistaranna Wisla Plock sem þrátt fyrir gott gengi í pólsku úrvalsdeildinni...

Dagur stýrði Króötum til öruggs sigurs á Slóvenum – öll úrslit vináttuleikja

Eins og Dagur Sigurðsson var vonsvikinn yfir leik króatíska landsliðsins í sigrinum á Norður Makedóníu á þriðjudagskvöld þá hlýtur hann að vera ánægðari eftir leik kvöldsins. Króatar unnu þá átta marka sigur á Slóvenum, 33:25, í Zagreb Arena í...
- Auglýsing -

Darj verður að afskrifa HM – meiddist gegn Íslandi

Sænski línu- og varnarmaðurinn Max Darj verður ekki með landsliði sínu á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku. Sænska handknattleikssambandið tilkynnti þetta í dag eftir að Darj hafði farið í læknisskoðun vegna meiðsla í hné sem hann varð fyrir...

Alfreð vann í Flensburg – Bareinar Arons töpuðu í Köben – úrslit kvöldsins

Þýska landsliðið undir stjórn Alfreðs Gíslasonar vann brasilíska landsliðið, 32:25, í fyrri vináttuleik þjóðanna að viðstöddum 5.600 áhorfendum í Flensburg í kvöld. Staðan var jöfn í hálfleik, 13:13. Leikmenn þýska landsliðsins hertu upp hugann í síðari hálfleik og sýndu...

Sænska landsliðið varð einnig fyrir áfalli í kvöld – Apelgren kallar á „stycket“

Sænska landsliðið í handknattleik karla varð, eins og það íslenska, fyrir áfalli í viðureign liðanna í Kristianstad Arena í kvöld. Línumaðurinn Max Darj meiddist á hné og eru horfur fyrir þátttöku hans á heimsmeistaramótinu í næstu viku ekki góðar....
- Auglýsing -

Molakaffi: Dibirov, Winkler, Heine, Jensen, Steenaerts, Schefvert

Rússneski handknattleiksmaðurinn Timur Dibirov hefur tilkynnt að hann ætli að hætta handknattleiksiðkun sem atvinnumaður í sumar. Dibirov er 42 ára gamall. Hann hefur verið atvinnumaður í handbolta í 24 ár. Lengi lét Dibirov með Vardar í Skopje en tengdafaðir...

Naumt hjá Degi í Varazdin – úrslit vináttuleikja í kvöld

Króatíska landsliðið undir stjórn Dags Sigurðssonar vann lærisveina Kiril Lazarov í landsliði Norður Makedóníu, 27:25, í vináttulandsleik í Varazdin í Króatíu í kvöld. Króatar voru í mesta basli með Norður Makedóníumenn í viðureigninni og voru m.a. undir um tíma,...

Staðfest að Jensen kveður danska landsliðið

Jesper Jensen landsliðsþjálfari Dana í handknattleik kvenna lætur af störfum á miðju ári að eigin ósk, ári áður en samningur hans átti að renna út. Þetta kemur fram í tilkynningu danska handknattleikssambandsins. Tíðindin koma ekki eins og þruma úr...
- Auglýsing -

Molakaffi: Wolff, Joelsson, Maraš, Karabatic, Sagosen

Þýski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Wolff bíður eftir því að eiginkona hans fæði barn þeirra á allra næstu dögum. Vonir standa til þess að barnið komi í heiminn áður en þýska landsliðið hefur keppni á heimsmeistaramótinu í handknattleik á næstu dögum....

Myndskeið: Upp úr sauð í vináttulandsleik – blátt spjald fór á loft

Upp úr sauð í vináttulandsleik Slóvena og Katarbúa í handknattleik karla í Slóveníu í kvöld en leikurinn var liður í undirbúningi liðanna fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik sem hefst í næstu viku. Slóvenar verða með íslenska landsliðinu í riðli á...

Aron er í Kaupmannahöfn – markmiðið er milliriðill á HM

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari Barein í handknattleik karla er mættur með sveit sína til Danmerkur þar sem ekki verður ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Tveir leikir bíða landsliðs Barein gegn heimsmeisturum Danmerkur í Royal Arena í Kaupmannahöfn...
- Auglýsing -

HM karla 2025 – leikdagar, leikstaðir, leiktímar

Heimsmeistaramót karla í handknattleik fer fram í Danmörku, Noregi og í Króatíu frá 14. janúar til 2. febrúar 2025. Íslenska landsliðið verður á meðal þátttökuliða og er í G-riðli með landsliðum Grænhöfðaeyja, Kúbu og Slóveníu.Hér fyrir neðan er leikstaðir,...

Molakaffi: Cvijić, Lekić, Bregar, Lenne, Karlsson, Duvnjak

Tvær af öflugri handknattleikskonum Serbíu á síðustu árum, Dragana Cvijić og Andrea Lekić, hafa ákveðið að gefa kost á sér á nýjan leik í landsliðið. Þeim lyndaði ekki við Uroš Bregar fyrrverandi landsliðsþjálfara. Nú þegar Bregar er hættur hafa...

Gille er hoppandi kátur

Guillaume Gille, landsliðsþjálfari Frakklands í handknattleik karla, var hoppandi kátur í dag þegar Dika Mem og Elohim Prandi fengu grænt ljós á að taka þátt í undirbúningi franska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik sem hefst í næstu viku. Læknateymi...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -