Viggó Kristjánsson átti stórleik og skoraði níu mörk og átti tvær stoðsendingar þegar SC DHfK Leipzig, undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar, vann nauman sigur á SG BBM Bietigheim, 29:28, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Franz Semper skoraði...
Hollenska landsliðið, sem verður fyrsti andstæðingur íslenska landsliðsins á EM á föstudaginn eftir viku, vann stórsigur á rúmenska landsliðinu á fjögurra liða æfingamóti í Randers á Jótlandi í kvöld, 41:25. Yfirburðir hollenska liðsins voru miklir í leiknum frá upphafi...
Sterklega kemur til greina að Hafsteinn Óli Ramos Rocha leikmaður Gróttu leiki með landsliði Grænhöfðaeyja á heimsmeistaramótinu í handknattleik í janúar. Ef til þess kemur verður fyrsti leikurinn gegn íslenska landsliðinu í Zagreb 16. janúar. Hafsteinn Óli var á...
Færeyska kvennalandsliðið í handknattleik tekur í fyrsta sinn þátt í lokakeppni Evrópumóts í handknattleik í lok þessa mánaðar. Fylgir kvennalandsliðið í fótspor karlalandsliðsins sem var með í fyrsta skipti á EM í upphafi þessa árs. Vakti færeyska landsliðið á...
Einn leikmaður HC Vardar-liðsins sem mætir Val í Evrópudeildinni í handknattleik, Tomislav Jagurinovski, lék með Þór Akureyri í Grill 66-deildinni leiktíðina 2021/2022. Jagurinovski, sem er örvhentur, gekk til liðs við Þór í október 2021 meðan landi hans Stevche Alushovski...
Danski línumaðurinn Lukas Jørgensen er sagður vera undir smásjá ungverska meistaraliðsins Veszprém. Jørgensen, sem leikur nú með Flensburg, er víst hugsaður sem eftirmaður Frakkans Ludovic Fabregas.Orðrómur hefur verið upp um nokkurra vikna skeið að Fabregas ætli að snúa...
Franska stórliðið PSG hefur hafið leit að nýjum þjálfara fyrir karlalið félagsins eftir að Spánverjinn Raúl Gonzalez var ráðinn landsliðsþjálfari Serbíu í karlaflokki. Gonzalez tekur við þjálfun landsliðsins um mitt næsta ár og á að rífa það upp ládeyðu...
Ljóst er að eitt lið úr næst efstu deild þýska handknattleiksins taki þátt í undanúrslitum bikarkeppninnar í karlaflokki, úrslitahelgina 12. og 13. apríl í Lanxess-Arena í Köln á næsta ári. Eftir að 16-liða úrslitum lauk í gærkvöld var ekki...
Íslenskir handknattleiksdómarar verða ekki í hópi þeirra sem dæma leiki á heimsmeistaramóti karla í handknattleik sem fram fer í Danmörku, Króatíu og Noregi frá 14. janúar til 2. febrúar á næsta ári. Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur gefið út nafnalista...
Kurr er sögð ríkja í herbúðum sænska liðsins Kristianstad HK, andstæðinga Vals í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna. Eftir hvert tapið á fætur öðru í síðustu leikjum er sögð ríkja megn óánægja með Bjarne Jakobsen þjálfara liðsins, eftir því sem...
Flest bendir til þess að Boris Rojevic stýri ekki serbneska karlalandsliðinu í fleiri leikjum en þeim fjórum sem hann hefur verið við stjórnvölin í. Spánverjinn Raúl Gonzalez taki við og skrifi undir fjögurra ára samning. Frá þessu greina serbneskir...
Bosníumenn fögnuðu naumum sigri á Grikkjum í kvöld, 23:22, í hinum leik 3. riðils undankeppni EM karla í handknattleik. Lið þjóðanna eru með Íslandi og Georgíu í riðli í keppninni. Grikkir áttu sókn á síðustu mínútu eftir að Domagoj...
Arnar Birkir Hálfdánsson og liðsfélagar hans hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Amo HK hafa fengið nýjan þjálfara. Hans Karlsson var ráðinn í starfið. Hann tekur við Brian Ankersen sem sagt var upp störfum fyrr í vikunni. Karlsson var áður þjálfari IFK...
Belgar vöfðust ekkert sérstaklega fyrir króatíska landsliðinu, undir stjórn Dags Sigurðssonar, þegar liðin mættust í 5. riðli undankeppni EM 2026 í handknattleik í Varazdin í kvöld. Króatar voru með leikinn í hendi sér frá byrjun til enda og unnu...
Alfreð Gíslason og liðsmenn hans í þýska landsliðinu hófu undankeppi EM 2026 í kvöld með öruggum sigri á nágrönnum sínum frá Sviss, 35:26, í SAP-Arena í Mannheim. Þýska liðið lék lengst af vel í fyrri hálfleik og var með...