Tveir leikir standa eftir í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikars kvenna og karla. Stendur til að þeir fari fram á mánudaginn og á miðvikudaginn. Sex leikir fara fram í átta liða úrslitum keppninnar á morgun, sunnudag og á mánudaginn. Leiktímar leikjanna næstu þrjá daga hafa verið ákveðnir sem að neðan greinir.
8-liða úrslit karla
Laugardagur 19. febrúar:
Origohöllin: Valur – Víkingur kl. 16.
Sunnudagur 20. febrúar:
KA-heimilið: KA – Haukar, kl. 16.
Set-höllin: Selfoss – ÍBV, kl. 16.
Viðureign Harðar og FH í 16-liða úrslitum í karlaflokki fer vonandi fram á Ísafirði miðvikudaginn 23. febrúar. Sigurliðið leikur við Þór Akureyri í átta lið úrslitum laugardaginn 26. mars. Ef Hörður kemst áfram fær liðið heimaleik við Þór. Ef FH vinnur fær Þór heimaleik við FH.
Undanúrslitaleikir í Coca Cola-bikars karla fara fram fimmtudaginn 10. mars á Ásvöllum.
Úrslitaleikurinn verður laugardaginn 12. mars á Ásvöllum.
8-liða úrslit kvenna
Sunnudagur 20. febrúar:
KA-heimilið: KA/Þór – HK, kl. 14.
Austurberg: ÍR – Fram, kl. 16.
Mánudagur 21. febrúar:
Origohöllin: Valur – Haukar, kl. 19.30.
Einum leik er ólokið í 16-liða úrslitum, viðureign FH og Stjörnunnar, sem stefnt er á að fari fram á mánudaginn í Kaplakrika kl. 19.30. Sigurliðið mætir ÍBV í átta liða úrslitum fimmtudaginn 24. febrúar. Verði FH andstæðingur ÍBV fer viðureignin í átta úrslitum fram í Kaplakrika. Ef Stjarnan leikur við ÍBV verður leikið í Vestmannaeyjum.
Undanúrslitaleikir Coca Cola-bikars kvenna fara fram miðvikudaginn 9. mars á Ásvöllum.
Úrslitaleikurinn verður laugardaginn 12. mars á Ásvöllum.