- Auglýsing -
- Auglýsing -

Evrópuævintýri ÍBV er á enda

Handknattleikslið í Málaga á Spáni á dögunum. Mynd/ÍBV
- Auglýsing -

ÍBV er úr leik í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna eftir annað tap fyrir spænska liðinu Costa del Sol Málaga á Spáni í dag, 34:27. Fyrri leiknum í gær lauk með 11 marka sigri Málagaliðsins, 34:23, sem tekur sæti í undanúrslitum keppninnar. Þess má geta að spænska liðið vann þessa keppni á síðasta keppnistímabili.


Fimm marka munur var að loknum fyrri hálfleik, 18:13.


Eftir 11 marka tap í gær var ljóst að við ramman reip yrði að draga fyrir ÍBV-liðið í dag. Það byrjaði leikinn illa sem gerði róðurinn erfiðari. Hinsvegar lögðu leikmenn ekki árar í bát heldur hertu róðurinn og tókst að ljúka leiknum með sóma. Minnstur varð munurinn snemma í síðari hálfleik þrjú mörk, 21:18.


Undir lokin fengu óreyndari leikmenn ÍBV að spreyta sig og næla sér í góða reynslu fyrir framhaldið.


ÍBV tók þátt í átta leikjum í Evrópubikarkeppninni á leiktíðinni gegn liðum frá þremur löndum. Fimm leikir unnust en þrír töpuðust.


Mörk ÍBV: Marija Jovanovic 7/4, Elísa Elíasdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 4, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Lina Cardell 3, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 2, Ingibjörg Olsen 2, Amelía Dís Einarsdóttir 1, Þórea Björg Stefánsdóttir 1.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan. Fyrir neðan stöðuuppfærsluna er hlekkur á streymi frá leiknum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -