Portúgalinn Martim Costa og Daninn Mathias Gidsel voru jafnir og markahæstir á Evrópumótinu í handknattleik 2024 sem lauk í Köln í Þýskalandi í kvöld. Þeir skoruðu 54 mörk hvor. Costa lék sjö leiki en Gidsel níu leiki. Þar af leiðandi var Costa með mun fleiri mörk að jafnaði í leik.
Enginn Íslendingur var á meðal tíu efstu á EM að þessu sinni. Ómar Ingi Magnússon var markakóngur EM 2022 með 59 mörk í átta leikjum. Viggó Kristjánsson skoraði flest mörk Íslendinga á mótinu á þessu sinni, 34, eins og kom fram á handbolti.is í gær. Viggó var jafn Frakkanum Nedim Remili sem valinn var besti leikmaður mótsins.
Hér eru 10 markahæstu leikmenn á EM 2024:
| Martim Costa | Portúgal | 54 |
| Mathias Gidsel | Danmörku | 54 |
| Juri Knorr | Þýskalandi | 50 |
| Dika Mem | Frakklandi | 49 |
| Rutger ten Velde | Hollandi | 45 |
| Ludovic Fabregas | Frakklandi | 44 |
| Aleks Vlah | Slóveníu | 44 |
| Mykola Bilyk | Austurríki | 41 |
| Niels Versteijnen | Hollandi | 39 |
| Felix Claar | Svíþjóð | 38 |

Viktor Gísli í fremstu röð
Viktor Gísli Hallgrímsson var á meðal þeirra tíu markvarða á EM sem voru með hlutfallslega flest varin skot, 31%. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn er í góðum félagsskap.
| Nafn: | Land: | Hlutfall % |
| Emil Nielsen | Danmörku | 39 |
| Andreas Palick | Svíþjóð | 38 |
| Dominik Kuzmanovic | Króatía | 37 |
| Tomas Mrkva | Tékklandi | 37 |
| Constantin Möstl | Austurríki | 35 |
| Andreas Wolff | Þýskalandi | 34 |
| Thorbjørn Bergerud | Noregi | 32 |
| Samir Bellahcene | Frakklandi | 31 |
| Viktor Gísli Hallgrímsson | Íslandi | 31 |
| Niklas Landin | Danmörku | 31 |
| Martin Tomovski | N-Makedóníu | 31 |




