Martím Costa tryggði Portúgalsmeisturum Sporting ævintýralegan sigur á ungverska meistaraliðinu One Veszprém þegar hann skoraði sigurmark leiksins á síðustu sekúndu viðureignar liðanna í Pavilhao Joao Rocha-íþróttahöllinni í Lissabon í gærkvöld, 33:32. Leikurinn var liður í fimmtu umferð Meistaradeildar Evrópu.
Orri Freyr Þorkelsson, landsliðsmaður, var markahæstur leikmanna Sporting með 10 mörk, sex þeirra úr vítaköstum. Bjarki Már Elísson, einnig landsliðsmaður, skoraði þrisvar fyrir One Vespzrém.
Eftir leikinn eru Sporting og One Veszprém jöfn að stigum ásamt Nantes í þriðja til fimmta sæti A-riðils Meistaradeildar.
Norska liðið Kolstad er næst neðst í A-riðli. Kolstad tapaði fyrir þýsku meisturunum, Füchse Berlin, 38:27, í Max Schmeling-Halle í gærkvöld.
Fimmta umferð Meistaradeildar var leikin í gærkvöld og í fyrrakvöld. Úrslita leikjanna eru hér fyrir neðan ásamt stöðunni í riðlunum og hvað var það helsta sem Íslendingarnir gerðu.
A-riðil:
Sporting – One Veszprém 33:32 (18:18).
-Orri Freyr Þorkelsson skoraði 10 mörk fyrir Sporting og var markahæstur.
-Bjarki Már Elísson skoraði 3 mörk fyrir One Veszprém.
Füchse Berlin – Kolstad 38:27 (19:14).
-Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði 4 mörk fyrir Kolstad og gaf tvær stoðsendingar, Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 2 mörk, Arnór Snær Óskarsson skoraði ekki mark. Sigurjón Guðmundsson var í mark Kolstad hluta leiksins og varði 2 skot, 16,7%.
Aalborg – Dinamo 34:28 (18:14).
Kielce – Nantes 27:35 (15:15).
-Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn.
Staðan:
B-riðill:
Szeged – Magdeburg 30:34 (15:18).
-Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon skoruðu 5 mörk hvor fyrir SC Magdeburg Gísli átti 6 stoðsendingar, Ómar Ingi þrjár. Elvar Örn Jónsson skoraði ekki mark.
Euorfarm Pelister – Barcelona 30:34 (13:17).
-Viktor Gísli Hallgrímsson varði 3 skot í marki Barcelona, 19%.
RK Zagreb – GOG 31:36 (11:19).
Wisla Plock – PSG 35:32 (13:16).
Staðan: