Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson eru á ferðalagi í dag en annað kvöld eiga þeir að dæma viðureign Hollands og Slóveníu í undankeppni EM karla í handknattleik. Leikurinn fer fram í Almeri í Hollandi. Erlingur Richardsson er landsliðsþjálfari Hollands.
Leikurinn annað kvöld verður fyrsti leikurinn sem Anton og Jónas dæma síðan þeir héldu uppi röð og reglu í leik Elverum og Flensburg í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki 9. desember.
Ekki er einfalt að ferðast til Hollands þessa dagana. Þegar handbolti.is heyrði í þeim félögum rétt fyrir hádegið biðu þeir á Gardmoen-flugvelli í Noregi og biðu eftir tengiflugi til Amsterdam. Anton og Jónas fara í skimun við komuna til Hollands áður en þeir mæta með flautur sínar til leiks hjá Erlingi og félögum í Almeri annað kvöld.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
FRÉTTAVAKTIN - Handbolti.is:
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Nýlegt á handbolti.is