- Auglýsing -
Nóg verður að gera við dómgæslu utanlands næstu vikuna hjá handknattleiksdómurunum Svavari Ólafi Péturssyni og Sigurði Hirti Þrastarsyni. Þeir eiga fyrir höndum tvo leiki. Fyrri viðureignin fram fer í Hertogenbosch í Hollandi á fimmtudagskvöld þegar landslið Hollands og Ítalíu mætast í undankeppni EM kvenna.
Á þriðjudaginn eftir viku verða þeir mættir til þýsku hafnarborgarinnar Kiel til þess að halda uppi röð og reglu í leik THW Kiel og pólska liðsins Rebud KPR Ostrovia Ostrow í annarri umferð riðlakeppni Evrópudeildar karla.