Átta leikir fara fram í fjórum deildum Íslandsmótsins í handknattleik í kvöld. Íslandsmeistarar Vals sækja ÍR-inga heim í upphafsleik 17. umferðar Olísdeildar karla kl. 18. Leikmenn Stjörnunnar og ÍR ríða á vaðið í 18. umferð Olísdeildar kvenna í TM-höllinni kl. 19.30.
Í Grill 66-deild kvenna mætast liðin í öðru og þriðja sæti, ÍR og Grótta, í Hertzhöllinni á Seltjarnannesi. ÍR-liðið sest í efsta sæti deildarinnar með sigri eða jafntefli. Takist Gróttu að leggja ÍR-inga saumar liðið hressilega að toppliðunum tveimur, Aftureldingu og ÍR.
Sannkallaður toppslagur verður í Safamýri klukkan 20 þegar upphafsmerki verður gefið í viðureign Víkings og HK. Liðin eru í tveimur efstu sætum deildarinnar. HK hefur aðeins tapað einu stigi til þessa. Víkingar munu vafalaust gera hvað þeir geta til þess að sama að leikmönnum HK.
Lekir kvöldsins
Olísdeild karla:
Skógarsel: ÍR – Valur, kl. 18.
Staðan í Olísdeildunum og næstu leikir.
Olísdeild kvenna:
TM-höllin: Stjarnan – HK, kl. 19.30 – sýndur á Stjarnan handboltitv.
Grill 66-deild kvenna:
Safamýri: Víkingur – Fram U, kl. 18 – sýndur á Víkingurtv.
Hertzhöllin: Grótta – ÍR, kl. 19.30.
Staðan í Grill 66-deildum og næstu leikir.
Grill 66-deild karla:
Sethöllin: Selfoss U – Fram U, kl. 19.30.
Safamýri: Víkingur – HK, kl. 20 – sýndur á Víkingurtv.
Ásvellir: Haukar U – Þór, kl. 20.
Dalhús: Fjölnir – KA U, kl. 20.15.