Tuttugasta umferð Olísdeildar karla í handknattleik fer fram í kvöld. Ekkert hik á vera á leikmönnum og þjálfurum. Sex leikir fara fram og nú fer hver að verða síðastur til þess að öngla í stig áður en deildarkeppnin verður gerð upp.
Riðið verður á vaðið að Varmá klukkan 18.30 þegar Afturelding tekur á móti KA sem hefur verið á siglingu upp á síðkastið og unnið þrjá leiki röð. Á sama tíma hefur á ýmsu gengið hjá Aftureldingarpiltum. Nokkir þeirra hafa verið meiddir og ekkert verið með, má þar nefna Blæ Hinriksson og Þorstein Leó Gunnarsson.
Úrslitaleikur?
Klukkutíma eftir að flautað verður til leiks að Varmá taka leikmenn hinna tíu liðanna í deildinni til óspillra málanna. Einna mest eftirvænting er fyrir viðureign Víkings og HK í Safamýri klukkan 19.30. Aðeins munar einu stigi á liðunum í 10. og 11. sæti. Sigur á annan hvorn veginn getur farið langt með að tryggja sigurliðinu sæti í Olísdeildinni á næstu leiktíð.
Ævinlega er spenna í lofti þegar Hafnarfjarðarliðin mætast, FH og Haukar. Þau leiða saman kappa sína í Kaplakrika í kvöld klukkan 19.30.
Leikir kvöldsins
Olísdeild karla, 20. umferð:
Varmá: Afturelding – KA, kl. 19.30 – handboltapassinn
Kaplakriki: FH – Haukar, kl. 19.30 – handboltapassinn.
Lambhagahöllin: Fram – Stjarnan, kl. 19.30 – handboltapassinn.
Sethöllin: Selfoss – ÍBV, kl. 19.30 – handboltapassinn.
N1-höllin: Valur – Grótta, kl. 19.30 – handboltapassinn.
Safamýri: Víkingur – HK, kl. 19.30 – handboltapassinn.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.