- Auglýsing -
Einn leikur fer fram í kvöld í Olísdeild karla í handknattleik. Haukar sækja Aftureldingu heim á Varmá. Viðureignin hefst klukkan 19.30.
Takist Aftureldingu að vinna leikinn fer liðið upp að hlið FH með 21 stig í öðru til þriðja sæti. Haukum er ekki síður nauðsyn á að krækja í stigin tvö til þess að mjaka sér aðeins ofar. Aðeins munar einu stigi á Haukum í áttunda sæti og Gróttu í níunda sæti eftir sigur Gróttu á FH í Kaplakrika í gærkvöld.
Afturelding vann fyrri viðureignina við Hauka, 27:26, á Ásvöllum 8. október.
Olísdeild karla:
Varmá: Afturelding – Haukar, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2sport.
Staðan og næstur leikir í Olísdeild karla.
- Auglýsing -