Flautað verður til leiks í bikarkeppni HSÍ í kvöld með þremur leikjum í fyrstu umferð í karlaflokki. Sigurliðin komast í 16-liða úrslit. Fleiri verða leikirnir ekki í fyrstu umferð keppninnar.
Leikmenn Þórs og Aftureldingar ríða á vaðið í bikarkeppninni í Höllinni á Akureyri klukkan 18. Svo skemmtilega vill til að fjórir leikmenn Aftureldingar eiga sér sögu hjá Þór, Bergvin Þór Gíslason, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson, Ihor Kopyshynskyi og Jovan Kukobat.
Í kjölfar þess að leik Þórs og Aftureldingar lýkur taka við viðureignir grannliðanna Fjölnis og Fram í Dalhúsum og Olísdeildarliðanna, FH og Gróttu, í Kaplakrika.
Leikir kvöldsins
Höllin Ak.: Þór – Afturelding, kl. 18.
Dalhús: Fjölnir – Fram, kl. 20 – sýndur gegn gjaldi:
https://play.spiideo.com/games/c5153f52-8f8d-4b4a-bffa-7978faf43054?fbclid=IwAR1w1RYrnQlA2V91PvEhzZIwrBR6v5qv2PGigPAYMDl-YwiOModOp1gFraQ
Kaplakriki: FH – Grótta, kl. 20 – sýndur á RÚV2.
Handbolti.is hyggst hafa a.m.k. annað augað á leikjunum.