- Auglýsing -
Einn leikur fer fram í Grill 66-deild kvenna í handknattleik. Efsta lið deildarinnar, KA/Þór, sækir Fram2 heim í Lambhagahöllina. Áformað er að flautað verði til leiks klukkan 18.15. Um er að ræða síðasta leikinn í 9. umferð deildarinnar sem hófst í gær með fjórum leikjum.
KA/Þór er í efsta sæti Grill 66-deildar með 15 stig eftir átta leiki. Fram2 er aðeins þremur stigum á eftir með 12 stig í fimmta sæti, jafnt Val2 sem er í fjórða sæti.
Leikur Fram2 og KA/Þórs verður sendur út á Handboltapassanum.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
- Auglýsing -