Flautað verður til leiks í Olísdeild kvenna í dag en hlé var gert á keppni í deildinni 14. nóvember vegna undirbúnings og síðar þátttöku íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Austurríki. Þrír leikir fara fram í dag en fjórði og síðasti leikur umferðarinnar er áformaður á morgun, sunnudag.
Leikmenn deildarinnar eru spenntir fyrir að hefja leik og má búast við skemmtilegum viðureignum. Framundan er stíf dagskrá næstu vikur hjá liðunum í deildinni auk þess sem tvö lið, Haukar og Valur, er ennþá með í Evrópbikarkeppninni. Ofan á annað er eftir leikur í átta liða úrslitum Poweradebikars kvenna.
Viðureign Stjörnunnar og Hauka verður send út í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans en að vanda verða allir leikir dagsins aðgengilegir á handboltapassanum.
Leikir dagsins
Olísdeild kvenna, 10. umferð:
Hekluhöllin: Stjarnan – Haukar, kl. 13.
Lambhagahöllin: Fram – Grótta, kl. 14.
Sethöllin: Selfoss – Valur, kl. 14.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
2. deild karla:
Fjölnishöllin: Vængir Júpíters – Þór Ak. 2, kl. 17.30.
Staðan í 2. deild.