Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs og ÍBV verða í eldlínunni í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna í dag. Leikmenn KA/Þórs taka daginn snemma og mæta spænsku bikarmeisturunum BM Elche í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum klukkan 11. Tveimur stundum síðar leika ÍBV og AEP Panorama öðru sinni í sömu keppni. ÍBV vann fyrri leikinn í gær með sex marka mun.
Valur og Afturelding mætast í Olísdeild kvenna í Origohöllinni klukkan 16. Verður þar um að ræða lokaleik deildarinnar í bili því að honum loknum verður gert hálfs mánaðar hlé á keppni vegna leikja þriggja kvennalandsliða á næstu dögum.
Loks sækir Stjarnan lið HK heim í Kórinn í 9. umferð Olísdeild karla en umferðin fer að mestu leyti fer fram á morgun og á mánudag.
Olísdeild kvenna:
Origohöllin: Valur – Afturelding, kl. 16 – sýndur á valurtv.
Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna má sjá hér.
Olísdeild karla:
Kórinn: HK – Stjarnan, kl. 16 – sýndur á HKtv.
Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.
Evrópubikarkeppni kvenna, 32-liða úrslit, fyrri leikur:
Elche: KA/Þór – CB Elche, kl. 11.
Evrópubikarkeppni kvenna, 32-liða úrslit, síðari leikur:
Vestmannaeyjar: ÍBV – AEP Panorama, kl. 13 (26:20).
Handbolti.is fylgist með báðum Evrópuleikjunum eftir í stöðu- og textauppfærslu.