Tveir leikir verða háðir á Íslandsmótinu í handknattleik í kvöld ef samgöngur setja ekki strik í reikninginn. Fjórða umferð Olísdeildar kvenna hefst í Vestmannaeyjum með viðureign ÍBV og Aftureldingar. Til stóð að leikurinn færi fram í gær. Vegna þátttöku ÍBV í Evrópukeppni um næstu helgi er þess freistað að færa leikinn framar í vikuna.
Á svipuðum tíma og leikið verður í Vestmannaeyjum verður endi bundinn á fyrstu umferð Grill 66-deildar kvenna þegar FH tekur á móti ungmennaliði FH.
Leikir kvöldsins
Olísdeild kvenna:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Afturelding, kl. 19.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Grill 66-deild kvenna:
Kaplakriki: FH – Valur U, kl . 19.30.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Útsending frá leikjunum verður á rásum sjónvarps Símans.