- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Fá atriði í óvissu fyrir lokaumferðina

Daníel Freyr Andrésson markvörður FH og samherjar eru deildarmeistarar í Olísdeild karla. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Síðasta umferð Olísdeildar karla í handknattleik fer fram í kvöld. Allar viðureignir hefjast kl. 19.30. FH er þegar orðinn deildarmeistari og fær verðlaun sín afhent eftir viðureignina við KA í Kaplakrika. Þótt víst sé hvaða átta lið taka þátt í úrslitakeppninni sem hefst í næstu eru nokkur óvissuatriði um hver röð liðanna verður.

  • Aðeins eins stigs munur er á Val og Aftureldingu í öðru og þriðja sæti. Liðin leiða saman hesta sína á heimavelli í Vals í kvöld.
  • Haukar sitja í fimmta sæti tveimur stigum á eftir ÍBV. Haukar geta náð í fjórða sætinu ef þeir vinna Framara og ÍBV tapar fyrir HK. Verði ÍBV og Haukar jöfn að stigum standa Haukar betur að vígi í innbyrðisleikjum sem nemur sex mörkum.
  • Aðeins munar einu stigi á KA og Stjörnunni í sjöunda og áttunda sæti. Þau geta haft sætaskipti en eru örugg um sæti í úrslitakeppninni.
  • Úrslitakeppni Olísdeildar karla hefst miðvikudaginn 10. apríl.

Olísdeild karla – 22. og síðasta umferð:
Safamýri: Víkingur – Stjarnan, kl. 19.30.
Kaplakriki: FH – KA, kl. 19.30.
Vallaskóli: Selfoss – Grótta, kl. 19.30.
Lambhagahöllin: Fram – Haukar, kl. 19.30.
N1-höllin: Valur – Afturelding, kl. 19.30.
Kórinn: HK – ÍBV, kl. 19.30.

Staðan í Olísdeildum.

  • Viðureign FH og KA verður send út í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -