Sautjándu umferð Olísdeildar karla lýkur í kvöld með þremur leikjum. Þar ber vafalaust hæst viðureign Hafnarfjarðarliðanna, Hauka og FH, á Ásvöllum sem hefst klukkan 19.30. Hart er sótt að FH-ingum sem sitja í öðru sæti deildarinnar. Á sama tíma keppast Haukar við að rétta stöðu sína og ná sæti í úrslitakeppninni sem tekur við.
Fyrsti leikur kvöldsins hefst á Ísafirði klukkan 18. Stjarnan sækir Harðarmenn heim.
Á sama tíma og Hafnarfjarðarliðin reyna með sér á Ásvöllum mætast Grótta og Fram í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Bæði lið eru á barmi þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en fimm umferðir standa eftir þegar leikjum kvöldsins verður lokið.
Olísdeild karla, 17. umferð:
Torfnes: Hörður – Stjarnan, kl. 18 – ókeypis aðgangur. Væntanlega verður útsending frá leiknum á youtube síðu Harðar eins og vant er.
Ásvellir: Haukar – FH, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2sport.
Hertzhöllin: Grótta – Fram, kl. 19.30 – útsending gegn vægu endurgjaldi á https://play.spiideo.com/
Staðan í Olísdeildinni og næstu leikir.