- Auglýsing -
Sjöunda umferð Olísdeildar karla í handknattleik hefst í kvöld. Selfoss-liðið tekur á móti FH-ingum í Sethöllinni klukkan 19. Viðureigninni er flýtt vegna þátttöku FH í annarri umferð Evrópubikarkeppni karla. FH-ingar leika tvisvar við við tyrkneska liðið Nilüfer BSK í Bursa í Tyrklandi á laugardag og sunnudag. Farið verður út til Tyrklands á fimmtudagsmorgun.
Lið Selfoss og FH sitja í sjöunda og áttunda sæti af 12 liðum Olísdeildar karla með fimm stig hvort eftir sex umferðir.
Olísdeild karla, 7. umferð:
Sethöllin: Selfoss – FH, kl. 19.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
- Leikur dagsins verður sendur út á Handboltapassanum.
- Til viðbótar verður HBStatz með stöðu- og textauppfærslu frá leiknum eins og öðrum á leiktíðinni. Hægt verður að fylgjast með stöðuuppfærslu HBStatz á forsíðu handbolti.is.