Segja má að undirbúningstímabilið í handknattleik karla nái hámarki í dag þegar á dagskrá eru fimm leikir. Ragnarsmótið á Selfossi verður leitt til lykta eftir að hafa staðið yfir síðan á mánudagskvöld. Úrslitaleikur UMSK-mótsins fer fram í Garðabæ og Hafnarfjarðarslagur stendur fyrir dyrum á Hafnarfjarðarmótinu í Kaplakrika sem jafnframt verður síðasti leikur mótsins.
Ragnarsmótið í Sethöllinnni á Selfossi:
Klukkan 12: Selfoss – Víkingur, 5.sætið – útsending.
Klukkan 14: ÍR – ÍBV, 3.sætið – útsending.
Klukkan 16: KA – Grótta, 1. sætið – útsending.
Allir leikir mótsins verða að vanda sendir út á SelfossTV á youtube. Hlekkur hér.
Hafnarfjarðarmót karla í Kaplakrika:
Klukkan 12: FH – Haukar.
Leikurinn verður sendur út á FH handbolti á Youtube. Hlekkur hér.
UMSK-mót karla í TM-höllinni, úslitaleikur
Klukkan 12.30: Stjarnan – Afturelding.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort útsending verður frá leiknum.