Í dag hefst keppni á Íslandsmótinu í handknattleik á nýjan leik en hún hefur legið niðri frá 22. mars en þá fór síðasti leikur fram í tveimur efstu deildum karla og kvenna. Upp úr því var í sóttvarnaskyni sett á bann við íþróttakappleikjum og fleiri viðburðum.
Um leið og flautað er til leiks aftur hefur þessi sívinsæli efnisliður göngu sína á nýjan leik.
Tveir leikir verða háðir í Olísdeld karla. Um er að ræða viðureignir úr 14. umfeð sem frestað var í mars þegar landslið Færeyja tók þátt í undankeppni EM karla en með Fram og KA leika landsliðsmenn landsliðs frænda okkar.
Sextánda umferð Olísdeildar fer fram á laugardag og sunnudag. Keppni í Olísdeild kvenna byrjar 1. maí, Grill 66-deild kvenna 27. apríl og þráðurinn verður tekinn upp í Grill 66-deild karla 28. apríl.
Olísdeild karla í dag:
Hertzhöllin: Grótta – KA, kl. 16 – sýndur á Gróttatv.
Framhús: Fram – FH, kl. 19.30 – sýndur á Framlive.
Um skeið leit út fyrir að viðureign Hauka og Selfoss í 32-liða úrslitum Coca Cola bikars karla færi fram í dag. Leikurinn hefur gufað upp úr dagskránni og fengust engin svör í gær nær til stæði viðureignin verði leidd til lykta.