Þá er komið að því að flautað verður til leiks í Olísdeild karla. Fyrstu fjórir leikir keppnistímabilsins verða háðir í kvöld. Að þessu sinni verður upphafsleikur Olísdeildar í nýju og glæsilegu íþróttahúsi Framara í Úlfarsárdal sem opnað var í sumar. Flautað verður til leiks klukkan 18. Má því segja að um vígsluleik hússins sé að ræða þótt sannarlega hafi þar verið háðir æfingaleikir síðustu vikurnar.
Leikmenn Selfoss, undir stjórn nýs þjálfara, Þóris Ólafssonar, mæta í Úlfarsárdal og spreyta sig á móti Fram.
Íslandsmeistarar Vals hefja titilvörnina í Olísdeildinni með því að taka á móti Aftureldingu í Origohöllinni klukkan 19.30. Á sama tíma leiða Gróttumenn og ÍR-ingar saman hesta sína í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi.
Að margra mati verður stórleikur fyrstu umferðar í Kaplakrika í kvöld þegar FH og Stjarnan mætast klukkan 19.40. Báðum liðum er spáð góðu gengi og toppbaráttu á leiktíðinni.
Fimmti leikur 1. umferðar Olísdeildar verður háður annað kvöld á milli Hauka og KA. Sjöttu viðureign umferðarinnar var slegið á frest fram í byrjun október vegna þátttöku ÍBV í Evrópubikarkeppni um helgina. Nýliðar Harðar mæta þar með til leiks í aðra umferð annan föstudag.
Leikir kvöldsins – Olísdeild karla, 1.umferð:
Framhús: Fram – Selfoss kl. 18 – sýndur á Stöð2sport.
Origohöllin: Valur – Afturelding, kl. 19.30.
Hertzhöllin: Grótta – ÍR, kl. 19.30.
Kaplakriki: FH – Stjarnan, kl. 19.40 – sýndur á Stöð2sport.
Handbolti.is mun eftir mætti fylgjast með leikjum kvöldsins.
- Meistararnir létu til sín taka þegar mestu máli skipti
- Guðmundur Bragi í sigurliði – jafntefli hjá Donna
- Leita eftir frammistöðu frá fyrsta degi burt séð frá hver andstæðingurinn er
- Unglingalandsliðsmenn skrifa undir þriggja ára samninga við Aftureldingu
- Heimaleik Magdeburg frestað eftir árásina á jólamarkaðinn