- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Flautað til leiks með veislu í þremur húsum

Mikil eftirvænting ríkir fyrir endurkomu Arons Pálmarssonar í íslenskan handknattleik. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Í kvöld hefst Íslandsmótið í handknattleik karla. Riðið verður á vaðið með þremur leikjum í Olísdeild karla sem allir hefjast klukkan 19.30. Þrír síðari leikir 1. umferðar fara fram á morgun, föstudag, og á laugardaginn. Keppni hefst í Olísdeild kvenna á laugardaginn. Fyrstu leikir í Grill 66-deildum karla og kvenna verða 22. og 23. september.

Mikil eftirvænting

Gríðarleg eftirvænting ríkir fyrir fyrstu leikjum Olísdeildar, ekki síst viðureign FH og Aftureldingar í Kaplakrika. Ræður mestu að Aron Pálmarsson, einn fremsti handknattleiksmaður samtímans, flutti heim í sumar og gekk til liðs við FH. Mikið verður um dýrðir af þessu tilefni í Kaplakrika.

Rétt er að minna þá á, sem ætla að mæta í Kaplakrika, að mæta í tíma. Þröng verður vafalaust á þingi, ekki síst á bílastæðum.

Í fyrsta sinn í 20 ár

Endurkoma Alexander Peterssonar í íslenskan handknattleik vekur skiljanlega einnig mikla athygli. Alexander verður í eldlínunni með Val sem tekur á móti nýliðum Víkings í Origohöllinni. Alexander hefur ekki leikið með félagsliði hér á landi í 20 ár og var hættur í handknattleik fyrir ári en ákvað í sumar að taka fram skóna á nýjan leik og hella sér í slaginn með Val.

Mættur í heimahagana

Þriðja stóra nafnið í íslenskum handknattleik sem verður í eldlínunni í kvöld með nýju félagi er Rúnar Kárason, besti leikmaður úrslitakeppninnar í vor. Rúnar gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Fram í sumar. Miklar vonir eru bundnar við komu Rúnars í Úlfarsárdal eftir tvö frábær keppnistímabil með ÍBV.

Leikir kvöldsins

Olísdeild karla:
Kaplakriki: FH – Afturelding, kl. 19.30.
Úlfarsárdalur: Fram – Grótta, kl. 19.30.
Origohöllin: Valur – Víkingur, kl. 19.30.

Allir leikir Íslandsmótsins verða sendir út í gegnum Sjónvarp Símans – Handboltapassinn.

Tengt efni:

HSÍ boðar stórtækar breytingar í sjónvarps- og útbreiðslumálum

Handboltinn heim í stofu

Leikjdagskrá Olísdeilda.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -