- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Fyrsti leikdagur með fjórum viðureignum

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Úrslitakeppni Olísdeildar karla og í Grill66-deild karla hefst í dag og í kvöld með fjórum hörkuleikjum, tveimur í hvorri deild. Keppni hefst í Vestmannaeyjum með viðureign ÍBV og Stjörnunnar í átta liða úrslitum Olísdeildar karla. Flautað verður til leiks klukkan 17. Tveimur og hálfri stund síðar mætast Reykjavíkurliðin Valur og Fram í Origohöllinni.

Vinna þarf tvo leiki í átta liða úrslitum til þess að ná sæti í undanúrslitum.


Á morgun hefjast rimmur Hauka og KA annarsvegar og FH og Selfoss hinsvegar.


Úrslit í fyrri viðureignum liðanna á leiktíðinni:
24. nóvember: Stjarnan – ÍBV 28:32.
17. desember: ÍBV – Stjarnan 20:31
23. febrúar: Fram – Valur 25:32.
26. mars: Valur – Fram 30:26.


Klukkan 19.30 verður blásið til keppni í fyrstu umferð umspils Olísdeildar karla þar sem fjögur lið Grill66-deildar karla keppast um eitt sæti í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Hörður á Ísafirði er þegar öruggur um sæti í deildinni en ÍR, Fjölnir, Þór Akureyri og Kórdrengir bítast um hitt lausa sætið. Vinna þarf tvo leiki til þess að komast áfram í úrslit.


Úrslit í fyrri viðureignum liðanna á leiktíðinni:
12. nóvember: Fjölnir – Þór Ak. 28:23.
30. mars: Þór Ak – Fjölnir 23:21.
30. nóvember: ÍR – Kórdrengir 34:24.
27. mars: Kórdrengir – ÍR 25:35.

Leikir dagsins

Olísdeild karla, 8-liða úrslit, 1.umferð:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Stjarnan, kl. 17 – sýndur á Stö2sport.
Origohöllin: Valur – Fram, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2sport.

Umspil Olísdeildar karla, 1.umferð:
Dalhús: Fjölnir – Þór Ak, kl. 16 – sýndur á Fjölnirtv.
Austurberg: ÍR – Kórdrengir, kl. 19.30 – sýndur á ÍRtv.

Leikjadagskrá úrslitakeppni Olísdeildar karla er að finna hér og leikjadagskrá umspilsins er hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -