Fjórir leikir verða á dagskrá á Íslandsmótinu í handknattleik í dag. Þrír þeirra verða í Olísdeild karla en með þeim hefst 11. umferð. Eyjamenn fá FH-inga í heimsókn, Akureyrarliðin Þór og KA eigast við og loks sækja Stjörnumenn liðsmenn Fram heim í Safamýri.
Aðeins eru 11 daga síðan Þór og KA mættust síðast í Íþróttahöllinni á Akureyri og þá í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar. KA hafði betur, 26:23.
Fjórði leikur dagsins er viðureign Selfoss og ungmennaliðs HK í Grill 66-deild kvenna en um er að ræða lokaleik níundu umferðar.
Eins og áður verður leikið fyrir luktum dyrum.
Olísdeild karla:
Vestmannaeyjar: ÍBV – FH, kl. 13.30 – sýndur á Stöð2Sport.
Höllin, Ak.: Þór – KA, kl. 16 – sýndur á Stöð2Sport.
Framhús: Fram – Stjarnan, kl. 17.
Staðan í Olísdeild karla.
Grill 66-deild kvenna:
Hleðsluhöllin: Selfoss – HK U, kl. 13.30 – sýndur á Selfosstv.
Staðan í Grill 66-deild kvenna.