Leikmennn Hauka og Stjörnunnar ríða á vaðið í upphafsleik 15. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Grannliðin úr Hafnarfirði og Garðabæ mætast á Ásvöllum klukkan 18.30.
Þrjú stig skilja liðin að í fimmta og áttunda sæti Olísdeildar.
Stjarnan er í fimmta sæti og fer upp í þriðja sæti deildarinnar með sigri í leiknum. Haukar fara að sama skapi upp að hlið Selfoss í sjötta sæti fari liðið með sigur út býtum.
Leikir kvöldsins
Olísdeild karla:
Ásvellir: Haukar – Stjarnan, kl. 18.30 – sýndur á Stöð2sport.
Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla.
Grill 66-deild kvenna:
Úlfarsárdalur: Fram U – ÍR, kl. 20.15.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
- Auglýsing -