- Auglýsing -
Eftir að viðureign ÍBV og KA/Þórs í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik var frestað í morgun stendur eftir einn leikur á dagskrá meistaraflokka á Íslandsmótinu í handknattleik í kvöld.
Haukar sem fögnuðu stórum sigri á ÍBV á síðasta laugardag sækja Gróttumenn heim í Hertzhöllina góðu á Seltjarnarnesi. Um er að ræða leik úr 8. umferð sem frestað var vegna þátttöku Hauka í Evrópukeppni.
Gróttu hefur fatast flugið í undanförnum leikjum eftir hressilega byrjun í Olísdeildinni í haust. Vonandi ná leikmenn Gróttu vopnum sínum á nýjan leik og taka á móti Haukum af fullum þunga.
Olísdeild karla, 8. umferð:
Hertzhöllin: Grótta – Haukar, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2sport.
Staðan í Olísdeild karla:
Valur | 10 | 9 | 0 | 1 | 332 – 281 | 18 |
Afturelding | 10 | 6 | 2 | 2 | 301 – 275 | 14 |
FH | 10 | 6 | 2 | 2 | 291 – 285 | 14 |
Fram | 10 | 5 | 3 | 2 | 299 – 292 | 13 |
Stjarnan | 10 | 4 | 3 | 3 | 295 – 285 | 11 |
ÍBV | 9 | 4 | 2 | 3 | 304 – 275 | 10 |
Selfoss | 10 | 4 | 1 | 5 | 301 – 311 | 9 |
KA | 10 | 3 | 2 | 5 | 283 – 297 | 8 |
Haukar | 9 | 3 | 1 | 5 | 266 – 259 | 7 |
Grótta | 8 | 2 | 2 | 4 | 226 – 225 | 6 |
ÍR | 10 | 2 | 1 | 7 | 281 – 342 | 5 |
Hörður | 10 | 0 | 1 | 9 | 289 – 341 | 1 |
- Auglýsing -