Sextán liða úrslit Powerade-bikarkeppni karla í handknattleik hófust í gær með fjórum leikjum. Haukar, ÍR, KA og Stjarnan tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. Í kvöld verður keppni haldið áfram með tveimur viðureignum sem fram fara í Safamýri og Kórnum.
Powerade-bikar karla, 16-liða úrslit:
Safamýri: Víkingur – Fram, kl. 18.30.
Kórinn: HK – Afturelding, kl. 19.30.
- Leikirnir verða sendir út á Handboltapassanum.
Tveir síðustu leikir 16-liða úrslita verða leiknir 9. desember þegar Selfoss fær FH í heimsókn og Valur tekur á móti Gróttu. Leikjunum var ekki komið við um helgina eða í vikunni vegna viðureigna FH og Vals í Evrópudeildinni á morgun.
Poweradebikarkeppni karla, fréttasíða.
- Auglýsing -