Ákveðið hefur verið að flýta viðureign ÍBV og KA/Þór í Olísdeild kvenna í handknattleik sem fram fer í Vestmannaeyjum í dag í um hálftíma. Dómarar leiksins, Ramunas Mikalonis og Magnús Kári Jónsson, eiga að flauta til leiks klukkan 13.30 í stað klukkan 14 eins og til stóð.
Fram kemur í tilkynningu frá mótanefnd HSÍ að forsvarsfólk KA/Þórs hafi óska eftir að leiktíminn væri færður fram um hálftíma vegna breytingar á ferðaáætlun Herjólfs.
Upphaflega átti leikur ÍBV og KA/Þórs að fara fram í gær en var frestað um sólarhring eftir ekkert var af flugferð frá Akureyri í gærmorgun.
Leikir dagsins
Olísdeild kvenna:
Vestmannaeyjar: ÍBV – KA/Þór, kl. 13.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Grill 66-deild karla:
Fjölnishöllin: Fjölnir – Hörður, kl. 18.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
- Leikir dagsins verða sendir út á Handboltapassanum.
- Til viðbótar verður HBStatz með stöðu- og textauppfærslur frá leikjunum eins og öðrum á leiktíðinni. Hægt verður að fylgjast með stöðuuppfærslum HBStatz á forsíðu handbolti.is.




