Nítjándu umferð Olísdeildar karla í handknattleik lýkur í kvöld með einum leik en þá taka Framarar á móti efsta liði deildarinnar, Haukum. Framarar eru í níunda sæti deildarinnar um þessar mundir og berjast hart fyrir hverju stigi sem gæti fleytt þeim inn í hóp átta efstu og þar með keppnisrétti í úrslitakeppninni. Haukar eru ekki líklegir til að misstíga sig eftir að hafa leikið afar vel síðustu vikur og mánuði. Viðureignin í Framhúsinu í kvöld verður þar af leiðandi forvitnileg.
Nóg er um að vera í handknattleik hér innanlands næstu vikur og vart líður sá dagur án þess að ekki sé einhverstaðar verið að leika. Annað kvöld verður næst síðasta umferð Grill 66-deildar karla á dagskrá og á miðvikudag hefst umspilið um sæti í Olísdeild kvenna. Daginn eftir tekur við fyrsta umferð úrslitakeppni Olísdeildar og áfram heldur keppni með leikjum daglega á næstunni.
Frá og með deginum í dag mega allt að 150 áhorfendur koma á leiki Íslandsmótsins. Nýjar reglur um samkomutakmarkanir með nokkrum tilslökunum tóku gildi á miðnætti eins og heilbrigðisráðherra greindi frá á föstudag.
Olísdeild karla:
Framhús: Fram – Haukar, kl. 19.30 – sýndur á Framtv.
Staðan í Olísdeild karla.